Ef ykku líkar ekki fyrirvararnir - þá er það bara ykkar mál!

Málið er mjög einfalt.

Bretar og Hollendingar standa illa að vígi lagalega séð ef þetta fer fyrir dómstóla. Þeirra fjárhagseftirlitskerfi samþykktu á sínum tíma Icesave en þeir ætla enga ábyrgð að taka. Ég held ekki að þeir myndu sleppa svo vel ef málið færi fyrir dóm.

ÞAÐ ER ÞEIRRA HAGUR AÐ MÁLIÐ FARI EKKI FYRIR DÓMSTÓLA!

Svo þeir vilja kúga okkur og þvinga með hótunum. Um hvað? Að við fáum ekki lánið frá AGS? Og hvað um það. Fjármagn leitar alltaf í góða fjárfestingu. Ef ríkissjóður kemur til með að skulda um 200 sinnum meira en landsframleiðslu okkar nemur - hver mundi þá fjárfesta hérna? En ef ríkið hafnar þessu láni og fær úr því skorið hversu háa fjárhæð okkur ber að greiða í Icesave - þá er mun líklegra að við séum góð og gild í augum fjárfesta. Bretar og Hollendingar eru kannski öflugir, með ESB og AGS sér við hlið. En þeir ráða ekki fjármálaheiminum!

OG AFHVERJU ESB?

ESB löndin eru í vanda. Hagvöxtur fer minnkandi. Það er erfitt að reka mörg lítil hagkerfi sem eitt stórt. Það gengur bara ekki upp. Stærðarhagkvæmnin í rekstri gengur ekki upp í óendanlegt! Á ákveðnum punkti fer stærðarhagkvæmnin að verða óhagkvæm. Þetta er ekkert öðruvísi.

Nei - okkur er betur borgið með eigin mynt í eigin hagkerfi. Höfum markaðsöflin til hliðsjónar hvað fjárstreymi varðar - ekki AGS.

EF ÞIÐ TAKIÐ EKKI ÞESSUM FYRIRVÖRUM - ÞÁ BARA BÍÐIÐ ÞIÐ ÞAR TIL MÁLIÐ FER Í DÓM.

Það á ekkert að vera neitt flóknara!

Takið nú Ögmund ykkur til fyrirmyndar og hættið að leika þessar bjévítans gungur. Enga baktjaldasamninga takk.


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ögmundur er minn maður í dag!  Ég gæti næstum kosið hann!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.10.2009 kl. 02:06

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Er ekki hægt að klóna manninn? 63 sinnum og alla á þing

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2009 kl. 02:17

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég segi það sama hér og á öðru bloggi: "Gleymríkur og Djóka eru að senda þjóðina í áratuga fátækt bara til þess að komast inní handónýtt ESB, fáránleikinn er slíkur að þau eru tilbúin að skrifa undir hvað sem er til að komast þangað inn, ég fæ óbragð í munninn þegar ég sé þau tvö þvaðra í fréttum."

Sævar Einarsson, 3.10.2009 kl. 03:58

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Og takk fyrir góðan pistil.

Sævar Einarsson, 3.10.2009 kl. 03:59

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég hef það á tilfinningunni að allar aðgerðir ríkisstjórnarinna miði við inngöngu í ESB. Icesave - hugsun: "þegar" við fáum evru verða lánin hagstæðari. Húsnæðisvandinn - hugsun: þegar við fáum evru verða lánin aftur viðráðanleg með nýjum gjaldmiðli. Og svo videre.

Það er hinsvegar ekkert tekið mið af því að ESB er ekkert líklegt til að virka vel fyrir íslensku þjóðina til langframa og mun verða mjög þungbært ferli í amk 5 - 7 ár. Of þungbært miðað við þá stöðu sem við erum í.

EF við ætluðum okkur inngöngu í ESB þyrftu fjármál þjóðarbúskaðarins að vera í lagi. Ekki hruninn! Við sjáum dæmin allt í kringum okkur.

Ég vona að Ögmundur virki sem Wake up call á þjóðina.

Við viljum ekki láta fara svona með okkur!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Ögmundur og Lilja komu mér ótrúlega á óvart og virðing mín til þeirra hefur stóraukist þó svo ég líti á VG sem afturbataflokk með samyrkjubúarhugsun , ég vona svo innilega að þetta hafi verið "The wake up call" eins og þú sagðir fyrir þjóðina og takk að samþykkja bloggvináttuna :)

Sævar Einarsson, 3.10.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband