Fóstureyðingar og skattar vs. auðlindir!

Í augum Íra er aðalmálið að vera hernaðarlega hlutlaust svæði, banna fóstureyðingar og ákveða sjálfir skatthlutfall sitt. Gott og vel. Held ekki að þetta hafi verið stórmerkilegt mál í augum ESB yfirvalda og löggjafa.

En skoðum svo málið með stórfelldum auðlindum. Gjöful fiskimið - þau bestu í Evrópu. Náttúruleg græn orka - og nóg af henni. Einmitt það sem þarf til að ná markmiðum um minni mengun og áhrif á loftslagið. Haldiði að ESB yfirvöld og löggjafar seti þetta í sama flokk og fóstureyðingar og skatta?

Haldið þið að við komum til með að hafa einkarétt á þessum auðlindum okkar í framtíðinni? Ráða verðlagningu þessara auðæfa okkar og hvernig þau skulu nýtast?

Think twice and then again.

Okkur er betur borgið án ESB, leyfum þeim að kúga aðrar smáþjóðir til hlýðni. Þeir eru nú þegar byrjaðir að kúga okkur til hlýðni hvað varðar Icesave.

Má bjóða ykkur sósu með Íslensku auðlindunum?

 


mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vinnubrögðin innan Evrópusambandsins eru á þá leið að í þau fáu skipti sem almenningur í ríkjum sambandsins eru spurðir álits á einhverjum samrunaskrefum innan þess (nokkuð sem allt er reynt til þess að komast hjá að gera) er búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Hún skal vera já.

Ef fólk segir nei er kosið aftur og aftur þar til niðurstaðan er eins og ráðamenn Evrópusambandsins vilja og þá er aldrei kosið aftur. Nei þýðir ekki nei að mati Evrópusambandsins heldur í bezta falli kannski seinna.  Já þýðir hins vegar óumbreytanlegt og endanlegt nei.

Eins og Wall Street Journal skrifaði fyrr á þessu ári er niðurstöðum kosninga hagrætt víða í heiminum til þess að fá "rétta" útkomu en hjá Evrópusambandinu er bara kosið aftur og aftur þar til "rétt" útkoma fæst og þá er aldrei kosið aftur. Í báðum tilfellum er um að ræða fullkomna fyrirlitningu á lýðræðinu.

Þetta er hliðstætt og ef kosið yrði árlega á Íslandi til Alþingis þar til Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta á þinginu og þá yrði aldrei kosið aftur.

Og nú hafa Írar fengið að kenna á þessum vinnubrögðum. Reyndar ekki í fyrsta skiptið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Leiðrétting: "Já þýðir hins vegar óumbreytanlegt og endanlegt ."

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er nú bara að þesir fyrirvarar eða tryggingar eins og menn kalla það, hafa í rauninni ekkert með Umbótasáttmálann að gera.

Málið er þannig vaxið að andsinna í írlandi voru búnir að spinna upp einhverja vitleysu - einhverja þvælu bara - og hræða fólk meðáróðri sínum  og óskaplegu féaustri sem fáir botnuðu í hvar þer fengu semvarð til þess að þumræddar tryggingar voru settar þarna fra.  Í rauninni hefur umfjöllunarefni þeirra ekkert með málið að gera.  En það er einmitt typikal andsinnaeinkenni.  Spinna upp eitthvert rugl sem ekkert hafa með mál að gera og ausa í þann áróður sinn fjármunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Um hvað ertu eiginlega að tala Ómar?

Viltu ekki útskýra betur fyrir okkur hvað - einhverja þvælu bara - þýðir nákvæmlega. Þú hlýtur að vita það fyrst þú gast metið það sem - einhverja þvælu bara -.

Viðar Friðgeirsson, 3.10.2009 kl. 15:59

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

að er nú eigi flókið að skilja það - en að sjálfsögð geta eigi andsinnar skilið það því þeir geta ekki skilið neitt nema það sé skráð með leyniletri inní Umbótasátmálann eins og kunnugt er.

Írska þjóðin hefur talað : Tæp 70% segja á takk við skynseminni og hafna ruglumbulli andsinna eftirminnilega. 

Til hamingju Írland !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2009 kl. 16:13

6 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Ég er engu nær eftir þetta svar þitt.

Skil ég það rétt að þú teljir okkur íslendingum  betur borgið innan þessarar kommúnu en utan?

Viðar Friðgeirsson, 3.10.2009 kl. 16:35

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ómar - um hvaða þvælu og hræðsluáróður andsinna ertu að tala? Viltu meina að allt það sem er sagt GEGN ESB sé hræðsluáróður en hinsvegar séu öll meðmælaumræða góð og gild?

Málið er að ég hef sjaldan eða aldrei séð neinn ESB sinna rökstyðja mál sitt af neinu viti. Allavega ekki þá þætti sem t.d. snúa að auðlindum Íslendinga og hagkerfi þeirra.

Getur þú gert betur?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband