Færsluflokkur: Bloggar

Smá hugleiðing um tryggingargjald og ofskattlagningu

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að velferðarstjórnin er búin að setja Íslandsmet í hækkun skatta almennt. Eflaust telur ríkisstjórnin sig þurfa að mergsjúga alla þá aura sem hægt er að murka útúr kerfinu til að greiða niður erlendar skuldir.

En þessi aukna skattlagning kemur afskaplega illa niður á atvinnulífinu sem er eiginlega búið að bræða úr sér fyrir vikið. Niðurrif atvinnulífsins kemur svo niður á heimilunum og allt endar þetta í skelfingu - fátækrargildru fyrir marga.

Skoðum bara áhrif hækkunar á tryggingargjald (eitt dæmi af mörgum). Þetta er skattur sem settur er á launagreiðendur. Yfirleitt er stærsti útgjaldaliður fyrirtækja einmitt launaliðurinn. Með því að hækka tryggingargjaldið um ríflega 2% hefur verið vegið að störfum.  Eina ráð atvinnurekandans til að koma til móts við slíkar hækkanir er að fækka starfsfólki, jafnvel umfram það sem annars hefði verið gert með tilkomu samdráttar almennt.

Ríkið réttlætir þetta með því að auki þurfi tekjur þessa útgjaldaliðar vegna aukins atvinnuleysis og kostnaðar ríkisins af þeim völdum.

Í raun eru þessi skattlagning - og margar aðrar - til þess að auka frekar á atvinnuleysi og kyrrsetja hjól atvinnulífsins. Þetta er orðin vítahringur.

Það er almenn og reyndar mjög rökrétt kenning, að ef skattar eru hækkaðir umfram þolmörk hagkerfis þá snýst vænt útkoma í andhverfu sína. Slíkt hefur gerst hér. Í raun mundi ríkissjóður hagnast meira ef sköttum væri stillt í hóf og atvinnulífi leyft að komast í gang að nýju. Atvinnutækifærum myndi fjölga og í stað atvinnuleysisbóta gæti fólk komist í viðeigandi vinnu.

All svona hefur dómínó áhrif. Aukin vinna í hagkerfinu þýðir aukin neysla. Aukin neysla er til bóta fyrir hagkerfið. Neysla hefur dregist mikið saman og kemur það beint niður á ríkisstekjum. En ástæðan er einföld. Of mikil skattlagning og niðurskurður.

Svona geta stjórnvöld skapað víti í stað þess að blása lífi í hagkerfið.

Allt leiðir þetta svo til þess að það þrengir verulega að hag margra fjölskyldna og í sumum tilfellum svo mikið að þær hafa ekki lengur til hnífs og skeiðar.

Fátækragildra.

Þetta er ekki velferð - þetta er skömm.

Auknir neysluskattar fara svo beint inn í verðlagið og auka verðbólgu. Draga úr neyslu.

Önnur fátækragildra.

Ofskattlagning er ekki lausn.

 


Ekki ESB fyrir Ísland - Der Spiegel með púlsinn á þjóðarmálum okkar.

Ég geri ekki ráð fyrir að fjölmiðlar á vegum ríkisstjórnarinnar þori að vísa í þessa frétt þýska fréttablaðsins Der Spiegel. Þetta er þó vönduð frétt um ástandið hér á Íslandi. En það er jú alltaf þaggað niður hér á fróni.

Meðan þýskur fréttamaður undrar sig á því að Harpan hafi risið þrátt fyrir kreppu landsins gaf hann sér einnig tíma til að skoða hag almennings.

"Today, the rate of indebtedness of private households in Iceland amounts to a staggering 225 percent of available income (see sidebar graphic). In absolute terms, this means that each household must pay off a loan that exceeds two years of income. In contrast, the rate of indebtedness for German households is 95 percent."

Að sjálfsögðu blöskraði þessum þekkta fréttamanni við því hvernig verðbólgan og skattlagning hefur farið með íslensk heimili, meðan gæluverkefni rísa til himins og þeir ríku blómstra.

Ég stórefast um að nokkur íslenskur fjölmiðill (undir álagi stjórnvalda) þori að birta þessa grein sem þó er nú komin um heim allan.

En hér er linkurinn gott fólk.

Evrópusambandið (ESB) er ekki að skora feitt - þó er þetta grein frá Þýskalandi. 

Dæmi hver sem vill.

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,802285,00.html


mbl.is Nýir bílar fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndu mér andskotans hagvöxt og skýrslu um líðan þeirra sem blæða!

Mikið væri nú gaman ef einhver útskýrði fyrir Steingrími J. Sigfússyni, jarðfræðingi - hvað hagvöxtur er. Hann felst ekki í því að gengishöft minnki viðskiptahalla. Hann felst ekki í því að blóðmjólka fólk til að auka ríkistekjur. Hagvöxtur er þegar að framleiðni lands eykst frá einu ári til annars, þá yfirleitt talað um sömu skilyrði. Er maðurinn þroskaheftur? Eða veit hann kannski bara ekki betur.

Þá bendi ég á námskeið um fjármálalæsi og jafnvel tvo kúrsa í hagfræði. Gæti gagnast vel fyrir fjármálaráðherra.

Ég velti fyrir mér tölum um aukna einkaneyslu. Samkvæmt því sem ég best veit hefur einkaneysla fólk dregist saman, skattar af henni hafa hinsvegar hækkað til muna. Er það aukin einkaneysla?

Er það aukin einkaneysla að þurfa að borga 100% meira fyrir sama magn af bensíni? Er það aukin einkaneysla að þurfa að borga 100 krónum meira fyrir brauð? Er hækkun á rafmagni aukin einkaneysla? Hækkun á húsaleigu? Hækkun á ÖLLU!

Nei - þetta er ekki aukin einkaneysla - og langt frá því að vera hagvöxtur. Þetta kallast skattpíning.

Skildi hæstvirtur jarðfræðingur vita á hverjum þetta bitnar?

Nei og sennilega er honum fjandans sama.

Ég skal segja ykkur litla sögu í fáum orðum. Sögu af hagvexti og norrænni velferð. Það er sagan af fjórfallt fleiri fjölskyldum sem þurfa mataraðstoð. Það er sagan af atvinnuleysi. Það er sagan af neyð sem er þögguð niður.

Í dag varð ég vitni af því að einstæð móðir brotnaði saman þar sem hún var að leyta sér hjálpar. Barnið hennar átti ekki næg útiföt og það sent heim úr skóla. Móðirin hafði ekki efni á fatnaði - atvinnuleysisbætur og einfalt meðlag rétt dugar fyrir stökkhækkaðri húsaleigu, rafmagni og hita.

Góðir sjálfboðaliðar stukku til. Barnið fékk hlífðarföt að kostnaðarlausu.

Hvar var Steingrímur?

Sennilega að ljúga til um hagvöxt á þingi og ánægjulega efnislega niðurstöðu fjárlaga um meiri neyð og hærri skatta.

Ég vona að hann sé ekki mjög trúaður.


mbl.is Sáttur við heildarniðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má bjóða þér nokkrar evrur útí naglasúpuna?

Ef ég væri í ríkisstjórn (sem er auðvitað ekki stjarnfræðilegur möguleiki) þá mundi ég læðast með veggjum. Ef ég væri Steingrímur eða Jóhanna, væri ég sjálfsagt búin að forða mér lengst útí fjarskanistan. Það er ekkert lítið sem þessi ríkisstjórn, með þessi tvö í fararbroddi, hafa reynt að gera allt hér verra en það er. Við áttum að samþykkja Icesave og drífa okkur í ESB með hraði.

Þjóðinni er sem betur fer ekki alls varnað. Sennilega má þakka góðu menntunarstigi okkar fyrir að hér er fólk sem sá fyrir sér afleiðingarnar af því hvað þetta mundi hafa í för með sér.

Krónan var rökkuð niður sem mynt og allt gert til að dásama evruna. Nema þeir sem áttuðu sig á mikilvægi þess að geta stýrt sínum eigin gjaldmiðli. Ekki að það hafi tekist ýkja vel fram til þessa en smám saman mun fólk fara að opna augun fyrir kostum þess.

Nú riðar evruveldið á barmi alsherjar hruns og ESB ríkin eru að sökkva í sæ fjármálaveldisins. Ef við á þessu litla skeri hefðum, eins og heitasta ósk Jóhönnu er, orðin hluti af þessu - þá yrði hér vart byggilegt fyrir nema örfáa útvalda.

Það sem vekur furðu mína er að ríkisstjórnin dirfist að sitja sem fastast. Þvílíkur hroki.

Nei takk - engar evrur fyrir mig. Ég kýs mína gömlu góðu krónu.


mbl.is „Ísland sigrar að lokum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Samfylkingin samt halda áfram aðildarviðræðum?

Má bjóða þér evru?

Lítur ekki út fyrir að það séu kostakaup í dag. Það er lengi búið að vara við þessu. Teikn hafa verið á lofti all lengi um að evrusvæðið sé ekki sú paradís sem Jóhanna og Samfylkingin hennar halda að það sé.

Merkilegt - ég bara get ekki skilið þessa konu og þá sem  henni fylgja. Ómögulega.

Það er hægt að bjarga litlum gjaldmiðli eins og krónunni. En hjálpi mér - evrunni.

Sennilega mun litla sæta íslenska krónan sigla upp miðað við evru ef svo verður sem á horfir.

Eitt hint - bara að gamni.

Sú staðreynd að kínverjar ásælist hér svæði er merki um tækifæri. Hvenær skildu íslendingar sjá þetta?

Nei takk - enga evru fyrir mig........


mbl.is Varað við mögulegu hruni evrusvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir sá sem ekkert veit!

Heyrðu nú kallinn minn. Ef það er ekki innifalið í viðurkenndri neyslu að eiga fyrir húsnæði sem miðar einungis að þörfum fjölskyldna, mat, rafmagni, hita og öðrum brýnum nauðsynjum - þá er annaðhvort okkar á vitlausri plánetu.

Raddir sem þessar eiga einungis við ákveðinn þjóðfélagshóp - þann sem fór framúr sér. Það gleymist alveg hópurinn sem fór varlega og var aldrei á neinu neyslusukki, en er jafnvel í enn meiri vanda en sukkararnir.

Góurinn minn. Hef aldrei átt flatskjá. Hvað þá eitthvað lúxushúsnæði. Tók 60% lán á sínum tíma. Hef ekki farið erlendis í ótalmörg ár. Hafði aldrei verið skráð á síður credit info vegna skulda fyrir hrun.

Ertu að tala við mig?

Hef nú ekki fengið afskrifaða krónu með gati fram til þessa. En ríkið er duglegt við að hirða sitt af því litla sem ég fæ. Svo ég tali nú ekki um virðisauka og bensínskatt. Nú, eða alla hinu fínu flottu skattana.

Um hvern fjárann ertu að tala maður?

Má bjóða þér laun uppá 160 þús á mánuði? 


mbl.is Strik undir skuldaafskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíð ljóss og friðar

Kæru samlandar nær og fjær.

Aðventan er gengin í garð, hátíð ljóss og friðar. Búið er að tendra ljósin á jólatrénu á Austurvelli frá vinum okkar norðmönnum. Eða eigum við kannski að segja núna vinum okkar og samlöndum í Noregi. Allir sem það geta setja aðventuljós í glugga og skreyta jafnvel aðventukrans. Hlusta á ljúfa jólatónlist og finna frið og gleði í hjarta sínu.

Þó giska ég á að færri eigi auðvelt með að finna þessa gleði þetta árið en á sama tíma í fyrra, eða árið þar áður.

Hjálparsamtök reyna eftir megni að safna fjármagni til að létta þeim lífið sem eiga erfitt fyrir þessi jól. Því miður fjölgar þeim hratt. Hraðar en flesta órar fyrir. 

Flest okkar hér á Íslandi hafa vanist því að búa við öryggi. Þurfa ekki að bera byrgðar vonleysis og kvíða daglangt. Við höfum getað hlakkað til jólanna. Brosað við börnunum okkar og veitt þeim hátíð ljóss og friðar.

Hvað er fallegra en litla barnið sem ljómar af tilhlökkun yfir öllu sem tengist jólahátíðinni. Spenningurinn lýsir af fallega litla andlitinu þegar mamma og pabbi undirbúa hátíðina. Kíkir í litla skóinn sinn þegar jólasveinarnir arka til byggða. Vaknar upp umvafið ást og öryggi.

Það stendur stórt grátt steinhús við Austurvöll. Nálægt jólatrénu góða. Þetta gráa steinhús köllum við Alþingishúsið. 

Þarna inni ríkir ekki hátíð ljóss og friðar heldur sundrung og spilling.

Ákvarðanir teknar innan þessara gráu veggja hafa sundrað fjölskyldum og rænt íslenskan almenning öryggi, trausti og von. Þarna eru sett fram lög sem heimila fjármagnsskrímslinu að arðræna fólk, taka eignir þess og heimta meira.

Litla barnið sem fyrir þrem árum átti heimili, mömmu og pabba, öryggi og gleði - óhemju að tilhlökkun með tindrandi augu, hefur misst þetta allt. Heimilið farið. Fjölskyldan sundruð. Kvíðinn og óttinn hefur heltekið lífið í kringum það. Það er jafnvel svangt. Hefur jólasveinninn gleymt þessu barni líka? Vaknar það í spenningi og kíkir í lítinn skó?

Við Austurvöll sitja stjórnmálamenn í gráa húsinu. Þeir gætu svo auðveldlega ef þeir hefðu kjark og þor - gefið þessu litla barni (og öllum hinum) von, gleði og öryggi að nýju. 

Tendrað stjörnurnar í litlu augunum.

Sett það í forgang sem virkilega skiptir máli.

Börnin. Fólkið í landinu.

Ég á mér jólaósk. Hún er sú að þeir sem geti snúið við þessu ferli - geri það eða fari ella.

Jólaóskin mín er von fyrir okkur öll og gleðistjörnur í litlum barnsaugum með metta maga.

Ég óska ykkur gleðilegrar aðventu.

 


mbl.is Kveikt á jólatré á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að sprengja ríkisstjórnina með einum kínverja?

Eins ósátt og ég er nú með ríkisstjórnina þá er ég jafn sátt við Ögmund, afstöðu hans til íslenskra laga og þess að hafa bein í nefinu til að taka rétta ákvörðun.

Að hlusta á óánægjuraddir innan Samfylkingar ættu að vera dauðadómur hennar sem stjórnmálaafls. Ef stjórnmálamenn geta ekki virt og farið eftir lögum - í ofanálag að hafa uppi hávær mótmæli vegna þeirra sem það gera - er brot við almenning sem kaus þá á þing.

Stendur einhversstaðar í lögum að alþingismenn megi hundsa sett lög eftir geðþótta?

Burtséð frá því að sú virðist nú vera raunin er það hvergi skrásett að stjórnmálamenn hafi slíkt leyfi.

Þessa staðreynd ætti enginn að láta fram hjá sér fara. Í raun ætti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar, tafarlaust að setja af forsætisráðherra sem opinberlega er ósáttur við að farið sé eftir lögum.

Því ef lögin okkar eru einungis gerð fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp - þá er eitthvað mikið að. 

Fram til þessa höfum við séð að lögin eru ávalt túlkuð fjármagninu í vil. Almenningur reynir að benda á þetta en raddir þeirra þaggaðar niður af stjórnvöldum. Nú eru lögin virt - ekki fjármagninu í vil og hvað gerist?

Stjórnmálamenn eru að tapa sér.

Þetta segir svo margt um það stjórnkerfi sem við búum við - og mér býður við.

Komið gott.


mbl.is Ekki hlutverk ráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland skal ekki selja!

Það er með bros á vör sem ég rita þennan litla pistil. Loksins voru lög virt af stjórnmálamanni, Íslandi og almenningi í vil.

Það að Jóhanna sé ósátt segir meira en margt annað. Ekki skil ég hvernig nokkrum dettur til hugar að hlusta á slíkan stjórnmálamann sem opinberlega er ósáttur við að fara eftir lögum og þess utan vill selja sjálft landið og auðlindir þess. Þó ekki sé nema í bútum. 

En einn bútur kallar á fleiri. 

Ef hundsa á lög svo að einn Nubo geti keypt stóra jörð og gera við hana það sem hann vill, munu aðrir krefjast sömu málsmeðferðar.

Innan skamms gæti Ísland orðið eins og bútasaumsteppi í höndum erlendra aðila.

Bara vegna þess að núverandi ríkisstjórn vill meiri pening.

Það ætti að standa feitletrað í nýrri stjórnarskrá að eigi sé heimilt að selja Ísland, hvorki í pörtum né í heild, til einstaklinga. Hvorki innlendra né erlendra. Leigja megi afnot af landsvæðum undir ákveðnum ákvæðum sem byggir á því til hvers landið á að nota. En hagnaður þeirra nota gangi til íslenska ríkisins og/eða sé skattlagður hérlendis.

Ögmundur fær fullt hús stiga fyrir að virða íslensk lög.


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning sjálfsmorða 40%.......

.... á Grikklandi, einu af nýjasta ESB, Evruríkinu samkvæmt þessari frétt.

http://greece.greekreporter.com/2011/10/13/greek-crisis-out-of-control-primary-school-pupils-faint-from-starvation/

Skólabörn falla í yfirlið vegna hungurs. Foreldrar kikkna undan álaginu og gefast upp.

Hér á landi eru allar svona tölur vandlega faldar. Einu tölurnar sem ég þekki þó vel er að yfir 2500 börn eru í fjölskyldum sem þurfa að sækja hjálp frá Fjölskylduhálp Íslands. Vegna ónægrar fjárveitingar hafa hjálparstofnanir þurft að takmarka aðstoð sína. Neyðin er einfaldlega orðin of mikil til að þessar stofnanir geti annað henni. Það vantar fjármagn.

Ykkur - sem sitjið í alsnægtum og spáið ekki í þessi mál, finnst þetta kannski í lagi.

Þetta er ekki í lagi. 

Og þið - sem eigið fé til að styrkja þá sem svelta - í guðanna bænum hjálpið.

Sjálfsmorðin eru ekki bara í Grikklandi.

 


mbl.is „Það er komið logn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband