Og hvað með þá sem eru atvinnulausir utan sumartíma?

Þetta er nú hálf svona klént. Að tryggja námsmönnum sumarstörf? Hvað með þá sem hafa verið atvinnulausir jafnvel frá upphafi bankahrunsins og eru enn? Og hvað með þá sem hafa ekki næga vinnu til að greiða lánin af húsunum sínum? Eiga þeir að halda áfram að bíta gras?

Úrræði fyrir heimilin sem þessi ágæti ráðherra hefur kynnt eru mörg hver úrræði sem hafa verið til staðar í lengri tíma en bara fæstir vitað af þeim. Vegna þess að sem betur fer fram til þess tíma sem auðmenn Íslands settu okkur á hausinn, höfðu flestir atvinnu sem hana vildu hafa.

Hm - mér finnst það mætti nú reyna að gera betur en þetta........

 


mbl.is Námsmenn fái sumarstörf í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já ég er sammála, ég er sjálfur búin að vera án vinnu í meira en ár, og ég horfði upp á þá umræðu sumar sem leið að nú yrði að bjarga skólafólkinu um vinnu, en ég fékk að vera áfram atvinnulaus.

það virðist ekki vera hægt að fá vinnu út á að vera með allt meiraprófið í dag, það var hægt fyrir hrun, ég er einnig búin með tölvubraut iðnskólans, alls ekki hægt að fá vinnu út á það.  

GunniS, 10.4.2010 kl. 22:57

2 identicon

http://www.lin.is/Namslan/utlan/framfaerslutafla.html

Barnslaus einstaklingur í Háskólanum í Reykjavík:
LÍN: 1.086.480 IKR á ári
Skólagjöld: -308.000 IKR fyrir 2 annir
Eftirstendur: 64.873 IKR á mánuði fyrir leigu, mat og strætó...

Get ég lifað af því????

Í Danmörku:
LÍN: 83.580 DKR
Engin skólagjöld, ekki einusinni "innritunargjald"
Húsaleigan hér á 2 herbergja íbúð í fínni kanntinum er 45.600 DKR ári
Ég nota circa 13.200 í heimilismat á ári.

Eftir standa 24.780 DKR.

Afhverju í ósköpunum er svona rosalegur á lífsgæðum námsmanna á LÍN á Íslandi og annarsvegar í Danmörku?

Petur (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 23:01

3 identicon

Það er hægt að fá vinnu þarna úti, fólk þarf bara að vera tilbúið að vinna tímabundið við störf sem eru fyrir "neðan þau".

Og námsmenn fá ekki einu sinni atvinnuleysisbætur, það sem vantar til dæmis líka í útreikningana hjá Pétri er að násmenn þurfa einnig að kaupa skólabækur en ein háskólabók kostar um 12.000kr, það þarf að kaupa tíu þannig bækur á ári!

Ingvar (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 23:26

4 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Ég heyri bara kvart en engin úrræði, hvað leggur þú til annað? Og er eitthvað að  því að námsmenn fái atvinnu, ungt fólk sem þarf að borga sín skólagjöld, bækur og halda sér uppi?

Sigurður Heiðar Elíasson, 10.4.2010 kl. 23:58

5 Smámynd: GunniS

nei ekkert að því að skólafólk fái vinnu, en vill benda þér á að það er hellingur af venjulegu fólki sem fær ekki vinnu og þarf að lifa af bótum sem allir vita að duga ekki til að ná endum saman með, svo er sagt að ofan að það sé næga vinnu að hafa, er það já, sem sagt sí hækkandi tölur yfir atvinnuleysi benda til að það sé næga vinnu að hafa ?

GunniS, 11.4.2010 kl. 00:13

6 identicon

Þú virðist gleyma, Lísa, að atvinnulaust fólk sem er ekki námsmenn fær atvinnuleysisbætur á sumrin. Atvinnulausir námsmenn fá engar bætur á sumrin. Báðir þessir aðilar þurfa hinsvegar að lifa sumarið af.

Það eiga ekki allir námsmenn pabba og mömmu sem getur haldið þeim uppi.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 01:57

7 Smámynd: GunniS

Guðmundur, þetta atriði er auvðitað útfærsluatriði frá ríkinu, ríkinu ber að hafa úrræði til handa fólki sem hefur ekki nein önnur úrræði en að leita til ríkisins, það var þannig að námsmenn gátu sótt um hálfar atvinnuleysisbætur , eins og það sé bara hálf vinna að vera í skóla.  en eins og ég segi, þetta er undir því komið hvað þingmenn og ráðherrar ákveða, og mér finnst það óeðlilegt að ríkið ætli en og aftur að neita að bera ábyrgð á þegnum sínum ef þeir eru námsmenn. 

GunniS, 11.4.2010 kl. 17:17

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er engu að gleyma. Sjálf var ég námsmaður sl. sumar og úrræðið þá var lánsbært nám yfir sumartímann. Eða bætur sem ekki var búið að taka af þá. Hinsvegar kostar verulega mikið að halda úti sumarnámi og LÍN getur varla átt endalausa aura til að lána. Það er ódýrara að "skapa atvinnu" þá sjálfsagt á lágmarkslaunum. Þetta eru sömu ormarnir í sömu dósinni - bara misjafnt hvernig þetta er útfært. Og enginn lifir vel af. Þess vegna er nauðsynlegt að komið sé með alvöru úrræði - útæði sem ekki eru tilfærslur eða breytingar á þeim úrræðum sem eru fyrir, heldur eitthvað sem lækkar greiðslubyrgði einstaklinga amk. tímabundið og eykur fjárflæði til landsins. Fólk þarf að hafa efni á neyslu til að koma hjólum atvinnulífsins í gang!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.4.2010 kl. 21:29

9 identicon

Bíddu, ertu ekki að segja núna að það eigi að gera það sem þú sagðir áður að væri "klént"?

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 10:10

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nei - það er ég ekki að gera. Ég er að segja að það þurfi að koma til vönduð og varanleg úrræði fyrir landsmenn alla. Þessi útfærsla á sumarvinnu fyrir námsmenn er bara tilfærsla á úrræðum frá því í fyrra. Það eru engar lausnir - alvöru lausnir í sjónmáli ennþá. Og það er klént!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.4.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband