Merkilegt þegar ráðamenn hlaupa af stað með loforð sem ekki standast lög!

Vorum við ábyrg? Ráðamenn hlaupa til og semja við Breta og Hollendinga - telja sig ábyrga meðan aðrir telja okkur ekki ábyrg. Bara til að tryggja stjórnmálalega stöðu sína virðist vera. Þessi ábyrgð hefur lengi verið umdeild þar sem aldrei hefur komið til svo almennt bankahrun annarsstaðar þar sem bókstaflega allt bankakerfið fór á hliðina. Því hafa margir talið að tvíræðar reglur Evrópusambandsins eigi hér ekki við. Allavega hefði verið ráð að fá sérfræðiaðstoð áður en farið var að lofa uppí ermar okkar landsmanna.

Annað sem ég velti fyrir mér. Nú erum við ekki í ESB - ekki ennþá. Því eru þá reglugerðir þeirra sjálfkrafa reglugerðir okkar?

Margar spurningar verða á lofti næstu daga. Mín stærsta spurning er þó, nú getur fólk velt sér uppúr fortíðinna af efldum krafti, en hvað með framtíðina?


mbl.is Ráðherra óviss um lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband