Þetta eru svosem litlar fréttir.

Það var löngu komið í ljós að veð fyrir lánum vegna hlutabréfakaupa voru í bréfunum sjálfum og þetta var lítið annað en leikur að tölum á efnahagsreikningi sem "jók" verðmæti bréfanna að virtist þó raunverðmæti þeirra væri allt annað.

Ég hef löngum sagt það að hlutabréfamarkaður getur ekki þrifist í svo litlu hagkerfi sem okkar og að stjórnsýsla stærri fyrirtækja og fjárfestingafyrirtækja var og er með öllu einungis til þess að styðja við helstu eigiendur en ekki hluthafa. Slíkt gerist sjaldan á hlutabréfamörkuðum þar sem virkt eftirlit er með stjórnun þessara fyrirtækja og hlutabréfamarkaðirnir eru virkir og opnir. 

Okkar mestu mistök væru að reyna að endurskapa séríslenskan hlutabréfamarkað heldur ber okkur skylda að setja fyrirtæki á stærri markaði þar sem allt eftirlit er skilvirkt.


mbl.is 42% af hlutabréfum í Kaupþingi með veð í bréfunum sjálfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband