15.4.2010 | 04:59
"En okkur munar um eina Markarfljótsbrú" segir Steingrímur....
Jedúddamíasta segi ég nú bara. Hér logar allt í fjármálakreppu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, fáránlegra samninga við Breta og Hollendinga útaf Icesave og siðblindu fyrrum stjórnenda/eigenda bankanna. Og svo segir fjármálaráðherra " En okkur munar um eina Markarfljótsbrú" !!!
Halló - er ég á sömu plánetu og þið? Ætlar Reykjavíkurborg að fara að stækka golfvelli? Er fjármálaráðherra að hampa björgun einnar brúar? Meðan fókið sveltur og hefur ekki við að fara til dyra til að taka við stefnum, þar sem Skjaldborgin um heimilin voru orðin tóm?
Halló - er ríkisstjórning hlaupandi uppum fjöll og firnindi með grænsápu til að draga athyglina frá því sem er að gerast í þjóðarbúinu? Nei - smá grín auðvitað - en samt.
HAALLLÓ!
Skörðin eru talin hafa bjargað brúnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held ad hann sé ad leggja áherslu á `nú munar um hverja krónu`
thaer fóru allar í ad bjarga fjármálasukkinu og ef eitthvad rótaekt yrdi gert fyrir (sem er ordid nokkud seint) heimilin faeri fjármála-kerfid aftur á hlidina, hvad gera menn thá ?????
Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 15.4.2010 kl. 05:50
Nú kom í ljós að Steingrímur J. hafði rétt fyrir sér í öllum aðdraganda hrunsins þegar hann benti á í hvað stefndi. Um það hafa komið sannanir og þær er að finna í skýrslu rannsóknarnefdarinnar. Og enda þótt mörgum sé þessi sannlaikur sár þá er það bara vandi sem verður að takast á við.
Ætli mörgum hefði ekki fundist það efni til ávirðinga hefði Steingrímur ekki látið sjá sig þegar ógnarvá vofði yfir fólki og verðmætum vegna náttúruhamfara?
Samúðarkveðjur vegna fráfalls föður þíns og mikið kvaddir þú hann fallega elskan mín. Það er mikil gæfa að mega syrgja góða menn.
Kv.
Árni Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 08:48
Þakka þér fyrir hlý orð Árni. Auðvitað er ég ekki beint að áfellast Steingrím með þessum orðum mínum. Fannst þessi frétt bara koma einkar fáránlega inn í allt það sem nú dynur yfir okkur. En brú er brú og brú eru peningar. Það er víst.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.4.2010 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.