Þrælar bankakerfisins, AGS og bráðum ESB?

"The privilege of creating and issuing money is not only the supreme prerogative of Government, but it is the Government's greatest creative opportunity" (Abraham Lincoln).

Abraham Lincoln var einn af vinsælustu forsetum Bandaríkjanna. Enda var hann einn fárra sem kom þjóð sinni á réttan kjöl með því að láta ríkisstjórnina prenta sína eigin peninga í stað þess að fá lán á háum vöxtum til að greiða stríðsskuldir. Með þessu jók hann velferð bandaríkjamanna til muna.

En hver var forsagan? Jú - Seðlabanki Bandaríkjanna var lagður niður í þeirri mynd að vera í höndum ríkisstjórnar og viðskiptabankarnir tóku völdin. Þeir veittu lán gegn háum vöxtum, einnig stjórnvöldum. Með þessu móti margfölduðust skuldir umfram það peningamagn sem í raun er í umferð.

Þegar þetta leiðir til kreppu þá er það vissulega hagstætt fyrir viðskiptabankana að geta tekið heimilin af fólki á mjög lágu verði - broti af því sem virðið í raun er. Lánveitandinn getur ekki annað en grætt á kreppunni.

En Abraham Lincoln fann svar við þessu. Ríkið skyldi prenta sína eigin peninga - skuldlaust - og koma þeim í umferð til að greiða niður skuldir ríkisins.

Fjármálaheimurinn í Evrópu skalf. Með þessu móti mundi auðurinn renna til bandaríkjanna sem prentaði peninga án skuldsetningar og gróðakerfi viðskiptabankanna mundi líða undir lok. Þetta yrði að stöðva.

Abraham Lincoln var ráðin af dögum.

Á fáeinum árum voru magn peninga í umferð í bandaríkjunum minnkað um 75% sem leiddi til þess að aftur voru kreppudagar og fátækt meðal íbúa.

Þetta er mjög stutt frásögn af sögu mikils manns sem sagði fjármálaheiminum stríð á hendur. Þorum við að gera slíkt hið sama? Eða viljum við að lánadrottnar hirði eignir okkar á slikk og stjórnvöld framselji þann rétt okkar að geta nokkurn tíma prentað okkar eigin gjaldmiðil og stjórnað því magni sem er í umferð. Og skapað velsæld á Íslandi með góðri stjórn án þess að vera undirokuð af hinum stóru risum sem vilja gleypa okkur með húð og hári.

Ég bara spyr?


mbl.is Erfitt að ná endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

Stend meððér í þessu Lísa. Komum okkur útúr þessi alþjófa svínaríi.  Og þar á ofan höfum vistvænan ríkisbanka án vaxta, bara lágt þjónustugjald. 

Tryggvi Gunnar Hansen, 4.6.2010 kl. 22:58

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við getum gert svo margt ef við bara stöndum saman og látum reyna á sjálfstæði okkar. Til hvers að krefjast sjálfstæðis ef við viljum ekkert með það gera og erum tilbúin til að selja það hæstbjóðanda. Fyrir gjaldeyri? Höfum verið án Evru hingað til og getum það áfram. En það sem okkur hefur vantað er rétt fjármálahugsun og það að elta ekki uppi slæmar fyrirmyndir.

Sjálfstæði þýðir það að hugsa sjálfstætt og velja það besta fyrir okkur sem þjóð - ekki að selja sálina til að vera eins og hinir.

Nú er tíminn til að rísa upp - grufla í fortíð - skoða hvað virkar og gera eins.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.6.2010 kl. 23:10

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Eða jafnvel betur!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.6.2010 kl. 23:11

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Í dag eru BNA  eina landið í heiminum sem raunverulega gerir þetta markvist enda eru þeir alltaf skrefinu á undan hinum. 

Það sem er kannski einna miklilvægast að skilja í því samhengi er að BNA leggja talsvert uppúr því að auglýsa sínar miklu skuldir og sérstaklega hvað erfitt þeim gæti reynst að greiða þær til baka þegar raunveruleikin er sá að það stendur einfaldlega ekki til að greiða þær til baka nema með útgáfu nýrra innistæðulausra dollara. 

Abraham Lincoln var  einn af stóru snillingum síns tíma

Guðmundur Jónsson, 5.6.2010 kl. 11:00

5 identicon

Fyrir mig þá er þetta er ný kenning um af hverju Lincoln var myrtur. Ég hef þó heyrt ýmsar kenningar, ein álíka sniðug kenning var um það að hann hafi verið myrtur vegna andstöðu á því að fyrirtæki fengu kennitölur. Hann var jú örugglega ekki myrtur af John Wilkes Booth, sem var suðuríkjamaður, og hafði meðal annars lagt á ráðin um að ræna Lincoln til þess að frelsa suðuríkjamenn úr fangelsum. Þrælastríðinu var nýlokið, og þúsundir suðuríkjamanna voru fangelsaðir. Þetta er ábyggilega allt AGS að kenna.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 12:51

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Tja - þetta átti nú ekki að vera nein kenning um það afhverju Lincoln var myrtur. Frekar ábending á það að hlutirnir breyttust fljótlega eftir að hann var horfinn af sjónarsviðinu. En svona þegar þú bendir á það þá er þetta ekki verri kenning en hver önnur - hvort svo sem AGS kemur málinu við eða ekki

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 14:58

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þessi „kenning“ Lísu kemur líka fram í heimildamyndinni: The Secret of OZ.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2010 kl. 21:09

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þaðan fékk ég hana Rakel mín :) Og fannst hún alls ekki svo vitlaus eftir að vera búin að horfa á sögu vinnubragða Seðlabanka í einkaeigu. Það var margt athyglisvert í þessari mynd.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.6.2010 kl. 21:15

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hún var í reynd svakaleg! Svo svakaleg að ég var alveg yfirþyrmt á köflum af því sem þar kom fram!

Leiðinlegt að ég þurfti að rjúka strax og myndinni var lokið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband