Hvernig væri þá að hækka fjármagnstekjuskatt tímabundið?

Ef hækka þarf skatta er þá ekki rétt að hækka þá hjá þeim sem hafa efni á því?

Að hækka skatta hjá þeim sem eru að reyna að fóta sig bæði á fyrirtækjamarkaði sem og almenningur gerir ekkert fyrir atvinnulífið. Það sem við þurfum er að atvinnulífið fari að blómstra á nýjan leik. 

Að mínu mati þarf að endurhugsa allt kerfið hérna að nýju með það að markmiði að fjölskyldur haldi velli, atvinnulífið blómstri og hjól hagkerfisins fari að snúast.

Ef það bitnar á þeim sem hafa efni á því - töff shit.


mbl.is Segir ýtt undir atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

hvernig veistu að fólk sem hefur fjármagnstekjur hefur efni á því að borga hærri skatta?

Þetta er gríðarlega mikil einföldun hjá þér.

Einstaklingur sem skuldar mikið reynir, þeas. ef hann er skynsamur, að spara 3-4 mánuði fram í tímann vegna þess að ef eitthvað kemur fyrir þá bætast ekki við dráttarvexti og kostnaður vegna vanskila!

hvað segir þér að þessir einstaklingar hafi efni á því?  Hvaða réttlæti sérðu fyrir þennan einstakling?

Væri ekki miklu skynsamara að leggja sérstaka skatta á húsnæðiskaupum yfir 40 milljónir?  Á dýra bíla, td. yfir 2 milljónir?

Væri það ekki töff sjitt fyrir það fólk sem vill bruðla með peningana sína?

Lúðvík Júlíusson, 9.6.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Auðvitað er þetta gífurleg einföldun. Enda ætla ég mér ekki að eyða löngum tíma í að reikna það sem hagfræðingar á fullum launum hjá ríkinu eiga að gera.

En þeir sem hafa efni á að spara, hafa líka efni á að greiða örlítið hærri skatta. Nú sem stendur eru teknir tekjuskattar af bótum fólks sem nær engan vegin að dekka nauðsynlegustu útgjöld. Spáðu í það........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 21:32

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. og spáðu í það að á meðan 'teknir eru tekjuskattar af bótum fólks sem nær engan vegin að dekka dauðsynleg útgjöld' þá eru Íslendingar að eyða vikum og mánuðum saman á fínum hótelum erlendis(með fleiri en 3 stjörnur) og á bíla, oft fleiri en einn, sem eyða meira en 8 lítrum/100km!

Þú ættir frekar að snúa þér að þessum bruðlurum og nota skattkerfið til að neyða fólk til að spara og hagræða svo hægt sé að nýta fjármagnið til fjárfestinga, atvinnuuppbyggingar, og um leið sparnaðar.

Ekki gleyma því að sparnaður er jafn fjárfestingu.  Ef þú dregur úr sparnaði þá dregur þú úr fjárfestingu.  Fjárfesting er ekki bara nýfjárfesting heldur einnig til að viðhalda því sem til er.  Því gæti farið svo að hagkerfið tæki upp á því að dragast saman og skaðað alla!

Það á að verðlauna þá einstaklinga sem vilja og geta sparað en refsa þeim sem bruðla.

Fólk er einnig búið að borga tekjuskatt af því fjármagni sem það setur í sparnað.  Það er auðvitað gróf tvísköttun að skattleggja það tvisvar.

Lúðvík Júlíusson, 10.6.2010 kl. 00:53

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er allt skattlagt tvisvar ef ekki oftar. Við borgum tekjuskatt, virðisauka, fjármagnsskatt, vörugjöld ofl.

Ég þekki vel það að sparnaður er jafn fjárfestingu. En án þess að vera að bera í bætifláka fyrir bruðl - og síður en svo - þá er það neysla sem kemur atvinnulífinu í gang. Sparnaður er seinni tíma neysla. Þú getur ekki neytt fólk til að spara sem á ekki fyrir mat! Veistu hve margir notfæra sér matargjafir og aðra þjónustu líkt og mæðravernd?

Það var enginn að tala um að bruðlarar ættu ekki að borga skatta. Þeir sem hafa efni á því hafa væntanlega efni á sínum sköttum.

Merkilegt hvað fólk horfir alltaf í eigin barm (vasa) þegar talað er um hvernig sé hægt að bjarga heilli þjóð.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 08:01

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sammála því síðasta sem þú sagðir:

"Merkilegt hvað fólk horfir alltaf í eigin barm (vasa) þegar talað er um hvernig hægt sé að bjarga heilli þjóð"

Það er einnig óþarfi að benda þér á að fjármagnstekjuskattur á óverðtryggðum reikningum er yfir 100% því raunvextir eru neikvæðir!

Á verðtryggðum bankabókum sem bera 3,5% vexti þá er skatturinn af raunvöxtum yfir 40%.  Hvað treystirðu þér í að hækka fjármagnstekjuskattinn upp í hátt hlutfall af raunvöxtum.. eitthvað á bilinu 60-200%?

Það er deilt um það innan hagfræðinnar hvort sé drifkraftur verðmætasköpunar, sparnaður, neysla eða bland af hvoru tveggja.

Þú segir:"þú getur ekki neytt fólk til að spara sem á ekki fyrir mat".  Þetta er almenn skynsemi(sem reyndar er ekki svo almenn)

Þú telur einnig að þeir einstaklingar sem geta sparað geti einnig borgað hærri skatta.

Þú sért sjálf að það er algjör vitleysa að leggja hærri skatta á þá sem spara hluta tekna sinna en á þá sem eyða þeim strax.

Viljirðu virkilega ná til þeirra sem eiga pening þá er lúxusskattur bestur, gleymdu fjármagnstekjuskattinum.

Lúðvík Júlíusson, 10.6.2010 kl. 08:41

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það eru sjálfsagt margar leiðir (kannski flóknar) til að ná að skattleggja þá sem hafa efni á því. Vissulega er lúxusskattur hið besta mál. Einnig má koma á eignaskatti sem þó lendir ekki á eldri borgurum og er tekjutengdur. Hátekjuskattur er nú þegar kominn á.

Fjármagnstekjuskatturinn var lækkaður hér áður fyrr til að laða að fjármagn. Eins eru til hin ýmsu ráð til að komast hjá því að borga fjármagnstekjuskatt og/eða fresta honum. Ég er þá ekki að tala um einstaklinga sem spara smápening til framtíðar heldur þá sem fjárfesta duglega og reyna að koma því undan með tæknibrellum. Smáhækkun veldur hinum almenna borgara ekki stóru "tjóni" en seilist í vasa þeirra efnuðu.

Skattlagning er og verður alltaf leiðindamál - en ef það þarf að auka skatta þá þarf að gera það á þann hátt að þeir sem minnst mega sín séu ekki þeir sem verst verða úti. Og það er bara staðreynd.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband