Þetta er alvarlegt mál sem verður að laga!

Þessar tölur munu bara aukast og afkoma fjölskyldna versna ef stjórnvöld sitja auðum höndum og tauta um lausnir sem greinilega eru ekki að koma að gagni.

Framfærsluútreikningar þeir sem byggt er á t.d. hjá bótafólki eru ævafornir og langt frá því að vera í takt við raunveruleikann. Atvinnuleysi margra einstaklinga gerir það að verkum að fólk sekkur æ neðar í skuldasúpu vegna þessa. Það sama á við um aðra bótaþega og þá sem eru á lægstu laununum. Fyrir þetta fólk eru engin raunveruleg úrræði - og það er skömm að því.

Eins ættu þeir sem eru í þessum hópi ekki að þurfa að borga skatta af allt of lágum bótum!

Það þarf að endurreikna framfærsluviðmið að nýju og frysta lán þess fólks sem er í verstu aðstöðunni þar til hjól atvinnulífsins vara að snúast að nýju.

Einnig þurfa stofnanir eins og LÍN að athuga aðkomu sína að þessum hópi, endurreikna framfærsluviðmið og gjaldfella ekki lán á einstaklinga í slæmri aðstöðu vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Það er svo margt annað sem við má bæta og er algerlega og gjörsamlega framkvæmanlegt, s.s. hækkun á mæðra/feðralaunum. Hækkun barnabóta ofl.

Eins mætti hvetja atvinnurekendur til að bjóða frekar t.d. 70% stöðugildi svo fleiri eigi kost á því að komast á atvinnumarkaðinn. Þau fáu störf sem auglýst eru í flestum tilfellum "fullt starf".

Það er engum til góða og ríkisstjórn til skammar ef fleiri fjölskyldur fara á götuna og geta ekki séð fyrir sér og sínum. Hringrás fjármagns hér er ekki að skila sér á réttan hátt til að auka velferð og koma hjólum atvinnulífs í gang. Til þess þarf almenningur að geta lifað mannsæmandi lífi og neytt þeirrar vöru og þjónustu sem það þarf. Það má ekki gleyma því að slík neysla skilar sér líka í ríkiskassann í formi virðisaukaskatta og skatta frá fyrirtækjum. 

Oft er þörf en nú er nauðsyn. Almenningur verður að standa upp og spyrna við fótum!

 


mbl.is Um 22 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Og bla bla bla!! Það verður allt voða fínt bráðum og við búin að gleyma svikunum þegar við erum búin að fá vinnu við að sauma föt á Kínverja, prjón vettlinga og sokka og lát taka túristamyndir af okkur með Kínverjum með hálendis rústirnar í baksýn. Ekki örvænta, bara reikna með lokuð augun og tappa í erum, þá og bara þá bjargast allt.

Eyjólfur Jónsson, 9.6.2010 kl. 15:13

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er nú að hugsa um að reikna áfram í Íslenskum krónum og ætla mér ekki að prjóna vettlinga fyrir einn né neinn. Ég vil bara að fólk fari fram á það réttlæti sem það á kröfu á. Það þýðir ekki að loka augum og eyrum. Fram til þessa höfum við vonað. Vonað að eitthvað sannleikskorn fælist í loforðum ráðherra - og þá helst Jóhönnu með skjaldborgina sína. En þau orð voru tóm - líkt og svo margt annað. Svo þá er bara að krefjast breytinga. Við gátum það áður og við getum það aftur!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 16:46

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Ríkistryggði víxill sem Steingrímur skrifaði fyrir löngu til bjargar bönkunum, og allir voru látnir halda að hefði verið lán frá Ríkinu, og var færður í bókhald nýju bankana sem peningaeign, er bara hægt að borga með alvörupeningum sem koma úr fjöldaeignaupptöku á fasteignum...þess vegna þegja bæði þunnu hljóði því málið er of ljótt til að hægt sé að tala um það opunberlega... 

Óskar Arnórsson, 10.6.2010 kl. 01:27

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Alvöru peningar fást líka þegar fólk getur farið að neyta vöru og þjónustu og smurt þannig vélar atvinnulífsins. Það tekur kannski aðeins lengri tíma en afleiðingarnar verða hinsvegar ekki eins skelfilegar og varanlegar.

Það var hægt að koma með neyðarlög til að reyna að bjarga bönkunum - núna þarf neyðarlög fyrir heimilin.

Fólkið í brúnni þarf bara að víkja fyrir öðrum sem þora.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 08:06

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nýu trúarbrögðin á Íslandi er að efnahagur verður eingöngu lagaður með sniðugum banka og lánaviðskiptum. Ef efnahagskerfið væri kallað "blóðrás þjóðarlíkamans", þá heita blóðtapparnir Jóhanna og Steingrímur...

Óskar Arnórsson, 10.6.2010 kl. 08:25

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já Óskar, þetta er frábær samlíking. Og nú þarf efnahagskerfið uppskurð til að fjarlægja þessa blóðtappa því annars springur allt. Feitar eignir (húsnæðið okkar og annað fjármagn) sem er pikkfast í bönkum (þar sem enginn hefur efni á því að gera neitt) gera engum gagn ef ekki er hægt að veita því í blóðrásina. Og þjóðarlíkaminn deyr.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband