Nokkuð ljóst að ríkisstjórnin fer ekkert eftir óskum almennings!

Margar kannanir hafa sýnt fram á það að almenningur hefur ekki áhuga á ESB. Til hvers í ósköpunum getur þessi ríkisstjórn ekki skilið sitt fólk? Einnig eru uppi háværar raddir um AGS og ekki að furða þar sem þeir hreinlega koma í veg fyrir að ráðist verið í frekari aðgerðir fyrir heimilin. Það hentar ekki þeim erlendu lánadrottnum sem þeir vinna fyrir. Hélt virkilega einhver að það væri að gera okkur greiða með þessu! En ríkisstjórnin hlustar ekki á almenning í þessu tilfelli heldur.

Ef ríkisstjórn sem kosin er af almenningi fer svo á skjön við það sem almenningur vill hlýtur að vera komin upp sú staða að ríkisstjórnin verður að taka tvö atriði til greina. Annaðhvort að vinna fyrir almenning í landinu eða, ef það er ógerlegt af þeirra hálfu, segja af sér.

Nú eru þessir ágætu þingmenn að fara í sumarfrí - með ennþá allt í óvissu sem að almenningi lítur. Einnig verður hjálparstofnunum sem hafa séð mörgum fyrir mat í sumarfríi í mánuð. Kannski ef ríkisstjórnin hlypi þar undir bagga og tæki að sér sjálfboðastarf við að úthluta mat til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynjar lengur fyrir sig og börnin sín, þá kannski, kannski mundu augu þeirra opnast til hálfs.

Nei - það er sennilega of mikil bjartsýni.


mbl.is Umsóknin er ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Góð grein og já ég held það sé of mikil bjartsýni

Steinar Immanúel Sörensson, 12.6.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

En ég ætla að senda þessa áskorun á þingmenn og ráðherra

Steinar Immanúel Sörensson, 12.6.2010 kl. 20:12

3 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Þessari ríkisstjórn virðist vera slétt sama um fólkið í landinu og vinna bara að eigin gæluverkefnum, það held ég sé öllum orðið löngu ljóst!

Hafsteinn Björnsson, 12.6.2010 kl. 22:47

4 Smámynd: Gunnar

Öllum ríkisstjórnum er sama um fólkið í landinu nema að því marki sem þarf að þykjast til að halda völdum. Og í núverandi kerfi þarf ekki mikið að þykjast.

Það er kerfið sem er ónýtt, þessi ríkisstjórn er bara enn ein birtingarmynd þess.

Gunnar, 12.6.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Axel Guðmundsson

Ég vil ekki setja fagmanninn Rögnu Árnadóttir undir þennan hatt.

Axel Guðmundsson, 13.6.2010 kl. 08:23

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Gott hjá þér Steinar - þetta er góð áskorun fyrir stjórnina. Gunnar - ég er sammála þér hvað varðar að fram til þessa hafa öllum ríkisstjórnum verið sama um fólkið í landinu. En ég má teljast undarleg að hafa þá trú að því megi breyta. Einhvernvegin held ég að augu landsmanna séu loksins að opnast á þessari staðreynd - en það þurfti virkilega að bíta af okkur rassinn til þess.

Nýjasta dæmi þessa er kjör Bestaflokksins í Reykjavík. Það tel ég hafa verið hróp almennings um breytta stjórnhætti og þessu hrópi verður að fylgja eftir inn í landspólitíkina!

Ég hef trú á almenning - en þið?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.6.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband