Gengið var útfrá að gjaldeyrissamningar væru löglegir.

Nú er til meðferðar í Hæstarétti hvort gengistryggðir samningar séu löglegir og er svara að vænta um mánaðarmót. Þegar AGS endurskoðaði efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar öðru sinni var gengið útfrá að endurfjármögnun bankanna væri lokið og hluti þessa var að gengistryggðu lánin voru færð yfir án fyrirvara um væntanlegan dómsúrskurð Hæstaréttar. Þessir aðilar voru m.a. ríkisstjórnin, AGS og lánadrottnar.

Ef svo fer að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti gengistryggðra lána mun það þýða að niðurfærsla höfuðsstóls vegna þess mundi nema hundruðum milljóna.

Það er því ekki að undra að AGS og lánadrottnar geri hvað sem í þeirra valdi stendur til að ekki komi til leiðréttingar lána almennings.

Stjórnvöld gátu vegna þessa komist hjá því að axla töp og tryggja lánadrottnum heiðarlega og sanngjarna meðferð samkvæmt RÍKJANDI LÖGUM.

Spurningin er bara - heiðarlega og sanngjarna gagnvart hverjum?

Á síðu Avant banka má sjá að boðið er uppá úrræði séu þau nýtt fyrir 1. júlí. Mér er spurn hvort þetta hafi eitthvað með þá dagsetningu sem Hæstiréttur væntir að svar verði komið við lögmæti gengistryggðra lána. Mér er líka spurn hvort lánastofnunum sé stætt á svona afgerandi dagsetningum hvað varðar úrræði fyrir einstaklinga sem eiga í erfiðleikum sökum kreppunnar.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað kemur útúr þessari umræðu á þingnu.


mbl.is Þingfundur hefst á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband