17.6.2010 | 18:55
Hvernig væri að láta verkin tala?
Margir hafa beðið Skjaldborgar Jóhönnu sem aldrei kom nema í formi einhverra úrræða til handa þeim sám gátu haldið áfram að borga af sínum skuldum þrátt fyrir hrunið en nýttu sér möguleika á t.d. 17% lægri greiðslubyrði svo eitthvað sé nefnt.
Enn hefur stór hluti fjölskyldna verið gjörsamlega utan þess að geta fengið nokkur úrræði og það eru því miður þær fjölskyldur sem helst þurfa á þeim að halda. Þetta er t.d. barnafólkið sem jafnvel hefur misst vinnuna og hefur ekki getað borgað af húsnæði sínu né öðru í langan tíma. Þetta fólk sér nú jafnvel fram á að missa húsnæði sitt og hefur ekki efni á að fara á almennan leigumarkað.
Það fer mjög eftir því hvar húsnæðislán fólks er hvernig til tekst að fá úrræði. Úrræði sem margir þurfa er alger frysting langtímaskulda um einhvern tíma. Til að eiga möguleika á þessu þarf langt og strangt ferli mikilla upplýsinga og heillanga bið. Og fá svo jafnvel neikvætt svar þrátt fyrir mikla neyð.
Stjórnvöld þurfa að taka yfir þessara heimildir lánastofnana um að neita fólki um nauðsynleg úrræði með lagasetningu.
Stjórnin ætti nú að láta verkin tala og sinna þessu fólki!
Flest heimili glíma við afleiðingar hrunsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.