Svona er nú lífið frábært í ESB og Evrulandi!

Grikkirnir, nýkomnir í ESB, þurfa að selja eyjar til að forðast þjóðargjaldþrot. Skildi Össur vita af þessu? Hann er kannski búinn að ráðstafa Viðey, Gullfossi, Geysi og jafnvel fleiri stöðum sem hægt er að selja ríkum fjárfestum til að forða okkur þegar við förum í Evrulandið góða.

Bandaríkjamenn benda Evrópubúum á að reyna að efla hagvöxt. Hagvöxtur hefur verið lítill í ESB paradísinni og lítil áhersla verið lögð á hann sem slíkan. Einnig er varað við að lækka skuldir ríkja of hratt á meðan ríkið situr hér með útstrikunarpennann á fullu til að standast væntingar ESB um skuldir ríkja sem sækjast eftir aðild.

Allstaðar í kringum okkur erum við að sjá afleiðingar þess að ganga til liðs við Evrulöndin góðu. Ég er ekki impressed! En samt heldur Össur og co áfram eftir að hafa vanhelgað þjóðhátíðardag Íslendinga með því að hefa aðildarviðræður og blása sér á brjóst.

Kannski hann ætti að lesa blöðin blessaður.


mbl.is Eyjur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ótrúlegt að manneskja með alla þessa menntun skuli tala um að menn blási sér á brjóst :p

kannski þú ættir að dusta rykið af íslenskufræðunum blessuð :)

Pjétur Geir (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sú fræði er ekki efst á áhugalistanum, allavega hvað málshætti varðar. Það er annað mikilvægara sem maður þarf að huga að. Annars er nú aðallega lesið efni á erlendum tungumálum í Háskólanum svona ef út í það er farið........

En - hefurðu eitthvað málefnalegt að segja?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.6.2010 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband