Mótmæli ekki að fjara út!

Mótmælin stóðu frá 12 - 13:00 og er því rangt með það farið að þau hafi verið að "fjara út". Fólki er misboðið. Alvarlega misboðið. Alþingi gengur þvert á lög Hæstaréttar með tilmælum sínum um vexti á gengistryggð lán. AGS stjórnar hér öllu í skugga ríkisstjórnarinnar. Þjóðin er smám saman að vakna til meðvitundar - og ekki seinna vænna!

Stöndum saman.


mbl.is Mótmæli að fjara út við Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við þurfum einhvernveginn að standa saman um allt land.  Með einhverskonar lit eða merki sem við getum borið til að sýna samstöðu hvar sem við erum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kæra Ásthildur. Það er með ólíkindum hvað þjóðin er sein að taka við sér. Núna þegar ástandið versnar dag frá degi drattast nokkrir einstaklingar til viðbótar til að mótmæla. Það er sko satt og rétt að við þurfum að standa saman um allt land, öll sem eitt. Látum raddir okkar berast - við eigum allt gott skilið, þetta litla auðuga land.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband