Getur VERIÐ að landsmenn eigi ekki peninga?

Já - fólki finnst undarlegt að bílaumferð minnki. Kannski finnst fólki líka undarlegt að verslun minnki sem og ferðir til útlanda. Ef til vill finnst fólki líka skrýtið að um 1500 fjölskyldur leiti aðstoðar til stofnana eins og Fjölskylduhjálpar, Mæðrastyrksnefndar og annarra slíkra mánuð hvern!

Hvern eru dagblöðin að reyna að blekkja? Þá sem ennþá hafa vinnu, geta borgað og telja sér trú um að allt sé í lagi og kreppan sé búin?

Landið er undir ofurstjórn AGS. Eigendur bankanna eru erlendir lánadrottnar að stórum hluta. Ríkisstjórnin slær ryki í augu almennings og segir allt vera á góðri leið..... hvert?

Össur slær um sig og segir að EBS sé lausnin - ekkert hefði gerst slæmt hér fyrir tveim árum ef við hefðum verið í Evrópuliðinu. Á meðan framselja stjórnvöld auðlindir okkar svo lítið beri á - sem borgun fyrir eigin mistök.

Lítill - hjá AFSKAPLEGA LÍTILL hópur af fólki mótmælir því sem er verið að gera okkur. Þjóðinni í heild.

ER ÖLLUM ALVEG SAMA? EÐA EIGA "HINIR" AÐ REDDA ÞESSU?

Þetta er spurning til þjóðarinnar. Hvar eruð þið?

 


mbl.is Mikill samdráttur í bílaumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl þetta er góð spurning, ég hef verið að gelta svona á góða bloggara.

Eitt sinn svaraði ég einu bloggi um að allir eru svo hræddir, t.d. lögmenn

halda sér saman annars fá þeir ekki gjaldþrotamál, dánarbú og fl.

Einnig eru stór hluti opinbera starfsmanna mjög sammála sínum yfirmönnum annars fá þeir ekki yfirvinnu og eiga von á uppsögnum vegna hagræðingar.

En geturðu sagt mér eitthvað um norska hernaðarsérfræðingin sem Geir H. notaði í upphafi lyginnar um guð blessi Ísland.

Bernharð Hjaltalín, 6.7.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ekki nokkurn skapaðan hlut Bernharð, enda er ég ekki fylgismaður lyginnar heldur vil ég sannleikann á borðið svo taka megi á honum. Það má vera ljóst að ríkisstarfsmenn skipta þúsundum og kjósa mögulega sína ríkisstjórn. Einnig má vera ljóst að almenningur hræðist það að vega að því sem gæti verið á móti þeirra yfirmönnum. Þessi hræðsla nær meira að segja til ríkisstjórnarinnar sem hræðist mistök sín og sína pólitísku kollega erlendis. En hræðsla hefur seint leitt til sigurs. Og hún mun ekki verða þjóðinni til góða nú.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband