6.7.2010 | 20:23
Þetta væri ekki ónýtt að sjá.
Það er allt of mikið af ljótum leyndarmálum víðs vegar um heim. Það væri hreinsun af því að fá þó ekki væri nema hluta þeirra uppá borðið þannig að hægt væri að vinna úr þeim á sómasamlegan hátt. Auðvitað eru mér málefni okkar eigin þjóðar hugleiknust, en - spilling er alþjóðleg. Auðvitað er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir spillingu. En hvert einasta mál sem upplýsist er sigur fyrir almenning.
Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem leka spillingargögnum!
Stal skeytum um Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Torfi Kristján Stefánsson, 6.7.2010 kl. 21:26
Ég veit ekki... Hvað á bandaríska leyniþjónustan annars að getað njósnað um hér á landi?
Þessi tvö skeyti sem þegar hafa verið birt, eru ekki merkileg. Bara þýðingar á því sem komið hefur fram í blöðum virðist vera.
Kjartan Ólason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 23:28
Tja - það má vera. Enda lak þessu enginn í mig, því miður :) En það er samt virðingarvert að láta vita af spillingu og undirlægju stjórnvalda sem annarra. Og því mun ég bera virðingu fyrir þeim sem því þora!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.