Áskorun til Samtaka atvinnulífsins

Án þess að vera á nokkurn hátt að véfengja það að launahækkanir eru nauðsynlegar til að mæta mikilli kaupmáttarrýrnum og aukinni skuldabyrgði - er þó eitt sem ég tel Samtök atvinnulífsins geta gert í því árferði sem nú er.

Hér með skora ég á Samtök atvinnulífsins að skora á forsvarsmenn fyrirtækja um að lækka eins mörg stöðugildi og unnt er niður í 70% og gefa þar með aukið svigrúm fyrir fleiri að komast inn í atvinnulífið. Það er fullt af fólki með góða menntun og reynslu sem berst fyrir heimilum sínum. Fólk af öllum stéttum. En þau fáu störf sem í boði eru eru alltaf 100% stöðugildi líkt og flest þau sem eru fyrir. Þarna mætti koma þúsundum einstaklinga á atvinnumarkað.

Með þessu mætti bjarga mörgum úr neyð og hjálpa þar með hjólum atvinnulífsins í gang að nýju. Ef samstaða fæst hjá þjóðinni í heild um að vinna okkur úr þessari kreppu með öllu mögulegu móti þá getur róðurinn orðið mun léttari - og öllum til hagsbóta.

Stöndum öll saman og náum árangri.


mbl.is Reynt að ná langtímasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo í leiðinni gæti hann Vilhjálmur Egilsson sagt af sér öllum störfum og sest í helgan stein, hann er búinn að valda okkur fólkinu miklu tjóni sem t.d. stjórnarmaður í lífeyrissjóðinum Gildi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband