9.7.2010 | 19:01
Glæsilegt. Hæstiréttur byrjar með skjaldborg heimilanna.
Reyndar er þetta alltsaman mesta svívirða. Fjármálafyrirtæki máttu vita að þessi lán voru ólögmæt en samt krefjast þeir nauðungaruppboðs í eignir. Ef þetta er ekki bara til að sýna óskammfeilni þessara fyrirtækja þá veit ég ekki hvað.
Og allar eignirnar sem búið er að taka af fólki eftir hrun vegna gengistryggðra lána. Mér er ofarlega í minni maðurinn sem "slátraði" húsinu sínu á Álftanesi vegna gífurlegra hækkana þessara lána og fáránlegra viðbragða lánveitenda.
Allar sögurnar sem maður hefur heyrt og þau vandræði sem fjölskyldur hafa lent í vegna þessara lána eru hreint sorglegar og enn sorglegri þegar með því einfaldlega að viðurkenna gildi þessara laga (af ríkisstjórn sem ekki einu sinni bað um lögfræðiálit) væri óvéfengjanlegt.
Þess í stað er veittur afsláttur á þessum lánum til nýju bankanna og þau innheimt af hörku.
Svo finnst sumum skrýtið að almenningur kalli eftir réttlæti!
Hætt við nauðungaruppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að fulltrúar sýslumanns taka sönsum. Kannski að ég segji cand.oecon í leiðinni að þetta kallast skjaldborg.
Hj (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 19:41
Tja - nú fatta ég ekki alveg sneiðina - en þessi dómur Hæstaréttar og sá efi sem hann hefur skapað er eini raunverulegi skjöldurinn sem ALLUR almenningur hefur fengið - ekki bara þeir sem enn geta borgað.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.7.2010 kl. 21:12
Þetta heitir S-gjaldborg....
Óskar Guðmundsson, 10.7.2010 kl. 09:49
Lísa mín. Sneiðin er svosem engin að fatta. Prentvilla (eða lítil íslenskuþekking, veit ekki hvort er) veldur því að þú kallar skjaldborg ,,skjaldbort" í fyrirsögn.
Hj (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 11:22
He he
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.7.2010 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.