FME með lagagrunn sem enginn þekkir?

Það er auðvelt að tala um lagagrunn en hafa hann svo ekki eftir. Ég veit ekki til þess að neinn viti um hvaða lagagrunn Gunnar Þ. Andersen er að tala.

Ég veit svosem ekki heldur hvaða reglugerðum hann fylgdi til að gefa grænt ljós á bankana í janúar 2008. Þar var eiginfjárstuðull þeirra í ótrúlega góðu lagi miðað við það sem síðar kom í ljós um áhættur og stór lán til einstaklinga, ásamt afleiðuviðskiptu og öðru sem hvergi kom fram.

Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa grein Magnúsar Thoroddsen frv. hæstaréttardómara um túlkun hæstaréttar á gengistryggðum lánum.

Eftirfarandi má lesa á bloggi Halldórs Jónssonar þar sem hann dregur saman niðurstöður Magnúsar Thoroddsen frv. hæstaréttardómara saman á mjög greinagóðan hátt. Grein Magnúsar var birt í Morgunablaðinu.

Samantekt hans er eftirfarandi:

1.Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem í daglegu tali eru nefnd samningalögin, eru að stofni til frá árinu 1936, nr. 7. Þau eru samnorræn að stofni. 

2.. Þau hafa tvívegis verið aukin og endurbætt. Í hið fyrra sinnið varð það með lögum nr. 11/1986.Þá var með 36. gr. veitt lagaheimild til að breyta samningi. Grein þessi hljóðar svo: » Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig (sbr. þó 36. gr. c).

3.Varðandi túlkun á þessu lagaákvæði segir svo í 2. mgr. 36. greinarinnar: »Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika, sem síðar komu til.«

4.Hið síðara sinnið, er samningalögin voru aukin og endurbætt, var með lögum nr. 14/1995 eftir að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Með þeirri lagabreytingu var réttarstaða neytenda aukin til muna.

5.Með því að dæma gengistryggingarákvæðið ólöglegt, hefir samningnum verið vikið til hliðar að hluta í skilningi 36. gr. samningalaganna.

6.Þrátt fyrir það er samningurinn efnanlegur að öðru leyti og því getur neytandi, skv. 36. gr. c, 2. mgr., krafist þess, að lánssamningurinn »gildi að öðru leyti án breytinga«, svo sem þar er mælt fyrir um.

7.Þegar lagaákvæði eru jafn skýr og ótvíræð, eins og ákvæði 36. gr. samningalaganna eru, sem og sjálfur tilgangur laganna, verða dómendur að dæma samkvæmt því.

8.Ef við lítum svo á, að gengistryggingardómar Hæstaréttar frá 16. júní sl. séu »atvik, sem síðar komu til« , þá segir í 2. mgr. 36. gr. c, að eigi skuli taka tillit til þeirra, »neytanda í óhag.« Verði vextirnir í gengistryggðu lánasamningunum hækkaðir frá því sem umsamið var, yrði það »neytanda í óhag«. Þess vegna er vaxtahækkun óheimil.

Hvernig og hvar eru nú lögin sem FME er að vísa til? Ég er viss um að margir bíða spenntir eftir því að fá hans tilsvör.


mbl.is FME telur lagagrundvöll gengislánatilmæla traustan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband