O jú - AGS hvetur ríkisstjórnina til að hækka skatta.

Þó svo það sé ríkisstjórnin sem á að hækka skatta þá er það AGS sem stendur þar á bakvið og þessar hækkanir koma beint úr skýrslu - eða ráðgefandi skýrslu - frá AGS.

Hinsvegar er ég sammála Ólöfu með það að svona skattahækkanir eru ekki ráðlegar og vegna annarra áhrifa munu þeir ekki skila væntum tekjum í ríkiskassann. Þeir munu frekar skila meiri erfiðleikum fyrir lítil fyrirtæki og illa sett heimili. Það held ég að AGS viti alveg.

Sjáum til hvað t.d. þveröfugar aðgerðir mundu gera.

Í forsetatíð Bill Clintons voru sköpuð um 6 milljón ný störf á fyrstu tveimur árunum. Árið 1994 hafði hagkerfið lægsta atvinnuleysi miðað við verðbólgu í 25 ár. Það sem Clinton gerði var að lækka skatta hjá 15 milljón lágtekjufjölskyldna og 90% af litlum fyrirtækjum en hækka skatta um 1,2% hjá þeim hæstlaunuðustu. Halli ríkisins minnkaðu um 600 milljarða á þessu tímabili.

Hann jók við útgjöld ríkissins um 4,3% en hækkaði jafnframt GDP um 14,2%.

Þetta er kallað að koma hagkerfinu í gang. Það má vera að það sé verið að útlista hér minna atvinnuleysi. En af hverju er það? Er ekki búið að koma á laggirnar einhverskonar uppbótavinnu fyrir skólafólk. Í stað atvinnuleysisbóta. Tilflutningur úr atvinnuleysiskerfinu sem lítur betur út. Og stendur yfir nú um sumarmánuðina. Hvað svo?

Ríkið gæti hinsvegar náð inn auknum tekjum á þessu tímabili með því að skattleggja séreignarlífeyrissparnað fyrirfram - en ekki eftirá. Þá á fólk sinn sparnað skattfrjálsan við úttekt í stað þess að þurfa að greiða skatta eftir x mörg ár á þeim skattakjörum sem þá bjóðast.

Þetta gæti hugsanlega gert mun meira fyrir ríkiskassan en ráðleggingar AGS. Sem alls ekki eru til góða. Hér þarf atvinnusköpun og aðstoð til þeirra sem eru í erfiðleikum vegna þess sem á hefur dunið síðustu tvö árin.

Hér þarf að standa saman sem þjóð og hugsa um okkar þjóð. AGS er nokk sama. Þeir vinna fyrir auðvaldið - ekkert annað.


mbl.is Óráðlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstriflokkarnir munu taka tillögum AGS fegins hendi og hækka skatta. Þessi Exeluppfinning mun reynast íslensku þjóðinni dýrkeypt. hversu lengi getur vond versnað. Ég bið Guð um að hjálpa þessari þjóð..

þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 19:55

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ekki bara vinstri flokkarnir ef ég tilfinning mín reynist rétt. Sjálfstæðisflokkur og jafnvel Framsókn munu taka undir ef þeir fá næg gylliboð.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.7.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband