Það er að færast hiti í leikinn! Dótturfélag í Svíþjóð?

Nú er kominn hiti í leikinn og Magma að kaupa uppúr eigin sænsku skúffu. Merkileg tímasetning ekki satt? Þeir gerðu sennilega ekki ráð fyrir hugsandi bloggurum og óþekkum pólitíkusum þ.e. þeim sem upplýstu málið og Margréti Tryggva sem tætti af stað til varnar.

Sumir hér á landi eru búnir að fá nóg af spillingu og hagsmunasemi auðvaldsins - sem betur fer. Til allrar lukku er komin af stað ný hugsun. Menntun og kraftur þjóðarinnar er að skila árangri - kannski á annan veg en umheimurinn gerði ráð fyrir. Þessi litla menntaða þjóð spyrnir við fótum.

Við viljum sjálf hafa umráðarétt yfir okkar eigin auðlindum. Við erum ekki til sölu og það mun reynast erfitt að knésetja okkur. Þökk sé litlum hóp þingmanna, glöggum bloggurum og nokkrum mótmælendum sem berjast fyrir þjóðina. Utan grasrótarinnar sem ekki vill ganga inn í miðstýrða stjórnmálaflokka og láta þagga þar niður í sér.

Það er enn von - og von okkar eruð þið, almenningur, sem látið ykkur málið varða.


mbl.is Magma í 40 milljóna dala hlutafjárútboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nákvæmlega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.7.2010 kl. 00:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr lifi byltingin!

Ég gefst aldrei upp okkar vegna megi lýðræðið sigra!

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 01:04

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þú veist að það er ekki verið að selja auðlindina er það ekki?  Framleiðsluna má selja auðvitað enda skýrt kveðið á um þetta í lögum sem Sálfstæðisflokkurinn setti á sínum tíma ásamt fleirum auðvitað.

Fólk ruglar voðalega mikið saman hér, auðlindinni annars vegar og framleiðslunni hins vegar. Dreifinguna má heldur ekki selja. Ríkið á hana ásamt auðlindinni.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 13.7.2010 kl. 12:08

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæl Þórdís. Hefur þú kynnt þér lagalegu hliðina á notkun til langs tíma og hvernig hún breytist í eign samkvæmt hefðareglunni?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 15:09

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já.   Auðlindina má ekki selja.  Auðlindin verður í eigu ríkisin um það eru skýr lög. Þeir sem halda öðru fram er með ómerkilegann áróður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.7.2010 kl. 13:29

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Afhverju er þá allt í uppnámi Þórdís? Ef þetta er ekki raunveruleg sala auðlindarinnar?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.7.2010 kl. 18:47

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Af því fólk les ekki nógu vel.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.7.2010 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband