AGS vill hækka skatta, en það er alls ekki til bóta fyrir neinn!

Ekki fyrir neinn mun má hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki á þessum tímum. Hækkun virðisaukaskatts fer beint inní neysluverðsvísitölu og þar með hækkar verðbólgan. Fyrirtæki og einstaklingar eru nú þegar blóðmjólkaðir á alla mögulega vegu og þeirri spennu þarf að aflétta ef eðlileg neysla þessara hópa á að koma efnahagskerfinu til bóta í gegnum það kerfi sem nú þegar er. Hækkun þessara skatta mun valda neikvæðum samdrætti annarsstaðar í hagkerfinu og ríkissjóður mun ekki fá þessar tekjur í ríkiskassann. Það er ekki nóg að setja einhverja hækkun inn í exelskjal og sjá niðurstöðuna í krónum. Það fara önnur öfl af stað annarsstaðar. Þetta held ég nú að sérfræðingar AGS viti vel - séu þeir sérfræðingar.

Það sem mætti gera er að skattleggja séreignarlífeyrissparnað fyrirfram en ekki eftirá. Það mun ekki koma mikið við einstaklinga og alls ekki fyrirtæki. Sú skattlagning fer ekki inn í neysluverðsvísitölu en ríkið mun fá ríflega þær skatttekjur sem þeir vænta af annarri skattlagningu. Síðan ætti frekar að huga að lækkun skatta til að hjálpa hjólum atvinnulífsins í gang aftur - en sú aðgerð mundi reynast best í framhaldinu. Það þarf að koma atvinnulífinu í gang og í kjölfarið fara hjólin að snúast.

Ef einhver sér vankannta á þessari tillögu þá þætti mér vænt um að fá þá umræðu uppá borðið.

Standa saman þjóð!


mbl.is Fari frekar þá leið að skera niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hár rétt!

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:51

2 identicon

Samkvæmt nýjustu féttum fór Steingrímur þess á leit við AGS að finna leið til að þrengja enn að fólkinu í landinu.Honum datt ekkert annað í hug. Maðurinn er að tapa sér, ég er hjartanlega sammála Lísu Björk.Hvernig fór með áfengið ekkert hefur skilað sér í kassann, allavega ekki það sem var vonast til.

Dudda (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:53

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Lísa.Ég á erfitt með að skrifa athugasemdir við blogg þín,þar sem að ég er þér innilega sammála.Ég held að ég hætti bara að blogga.Láti það duga að lesa blogg þín.

Ingvi Rúnar Einarsson, 13.7.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég hef skoðað tillögur AGS og þær eru til þess eins að slá næsta nagla í þrot þjóðarbúsins. Ég stórefast um að Steingrímur hafi óskað eftir þjóðarþroti. Það er ástæða fyrir veru sjóðsins hérna og hún er tengd við ESB og Icesave.

Ég ráðlegg fólki að kíkja inná svipan.is og lesa grein um raunverulegan tilgang AGS hérna. Þar er líka linkað inná myndina Flow for the love of water sem er heimildarmynd um hvað þeir gerðu við Argentínu. Viðurkenndu að hafa gert vitlaust en eru að gera það sama hér.

Wonder why!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:10

6 identicon

Hjartanlega sammála þér. Væri gott ef fleiri ráðamenn væru þessarar skoðunar.

Óskin (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 11:24

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er okkar að fá inn ráðamenn þessarar skoðunar. Ríkisstjórnin er á suðupunkti. En grasrótarhreyfingar berjast og koma málefnum á þing með aðstoð Hreyfingarinnar. Við getum ef við bara viljum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:40

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þessar nýjustu skattahækkunaróráðshugmyndir eru í þessu tilviki ekki komnar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum heldur hliðarsjálfi hans, - Steingrími J. Sigfússyni, vinsælasta stjórnmálamanni þjóðarinnar. 

Þetta kom fram í Ísland í bítið í dag. Sjá hér: http://bylgjan.visir.is/?PageID=2734

Sverrir Stormsker, 13.7.2010 kl. 12:22

9 Smámynd: kallpungur

Það má orða þetta þannig að ef þú herðir að  nógu fast og lengi, þá ertu búin að kyrkja viðkomandi. Steingríman er með krumlurnar um háls efnahagslífsins og herðir alltaf meir og meir að. Það er líka þannig að það er auðveldara að kyrkja veikburða sjúkling en heilbrigðan mann. Hvorki þjóðin né efnahagslífið má við meiru af lækningaraðferðum Jóku og Steinku. Sjúklingurinn er þegar hálfdauður af þeirri plágu sem þjaka heiminn. 

kallpungur, 13.7.2010 kl. 14:20

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já Sverrir - og ég trúi því auðvitað eins og öllu örðu sem fram kemur um AGS. En auðvitað er betra að beina reiðinni að Steingrími sem er hvort sem er orðinn sjálfdauður í ríkisstjórninni og leyfa AGS að halda áfram að plotta í rólegheitum. Mögulega eru þessi mótmæli farin að fara fyrir brjóstið á þeim. Sem er gott.

Kallpungur - mér vitanlega er Steingrímur jarðfræðingur að mennt. Einhver hlýtur að vera hans "heili" í fjármálum. Alveg spurning hver er að kyrkja hvern. Ekki gæti ég þóst hafa hundsvit á bergtegundum eða jarðlögum þótt ég fengi gefins bók "Jarðfræði for dummys"

En það þarf að fjarlægja þessar krumlur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 15:17

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Annars er ákveðinn sannleikur í því að í hinni margfrægu Viljayfirlýsingu sem þau skötuhjú Steingrímur og Jóhanna skrifuðu undir, kemur fram vilji um skattahækkanir ásamt viljanum um gjaldþrotaherferð heimilanna í október.

Spurningin er - hver samdi þessa viljayfirlýsingu. Hún er á fjári góðri ensku.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 15:23

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú bara þokkalega raunhæft og skynsamlegt hjá IMF.

Ennfremur verður nú einhversstaðar að taka peninga þega á að fara að niðurgreiða lán hérna hægri vinstri.

Á kannski að segja bara hókus pókus eða?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 15:47

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er hrædd um Ómar Bjarki að fleiri séu sammála um að þessar tillögur séu óhæfar. Lestu pistilinn sjálfan aðeins betur - þar er bent á leið sem t.d. Hreyfingin og Lilja Móses hafa rætt um og kemur mun betur út bæði fyrir ríki og almenning. AGS er bara ekki að hugsa um ríki eða almenning.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband