15.7.2010 | 10:22
AGS fyrir fólkið í landinu?
Datt það einhverjum í hug?
Forsprökkum AGS er nokk þokkalega sama um hverjum skal fórna til að þjóðarbúið fari í þrot. Nokkrar afdalahræður norður í hafsauga. Held að þeim sé sama.
Það er um tvennt að velja. Annaðhvort er þetta stóra og mikla bákn, IMF, svo illa áttað, að það sér ekki að sú hugmyndafræði sem það beytir og hefur lagt lönd í rúst, er ekki að virka.
Ég held ekki. Það er ekki mögulegt að þessir sérfræðingar í löngum röðum viti ekki betur.
Hinn möguleikinn er að þetta sé allt úthugsað ferli og það komi til með að hagnast þeim verulega í eigin þágu ef þjóðarbáknið fer algerlega í rúst. Þá geta þeir skóflað til sín auðlindunum og öllu því sem felur í sér eitthvað verðmæti hérna. Þá fer þetta að verða arðbært fyrir þá.
Gleymum því ekki að þeir hafa tekið fólk á teppið hérna fyrir að reyna að hjálpa fjölskyldunum í landinu. Það er enginn hagnaður í því fyrir þá. Að fólkt t.d. fái að búa í húsunum sínum í einhvern tíma eftir að það hefur verið tekið - slíkt hugnaðist þeim ekki og létu svo sannarlega vita af því. Auðvitað ekki opinberlega þó.
Svo koma þeir fram í fjölmiðlum og hæla stjórnvöldum fyrir aðstoð sína við heimilin - ja svei.
Nei - þeir eru ekki hér fyrir fólkið í landinu. Og ef þeir fá að halda sínu áfram, verður ekkert land eftir fyrir fólkið. Það er - nema fyrir auðvaldið.
Sært dýr bítur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
AGS = Aldrei Gefið Skít.
SjonniG (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.