Hart barist um kvótann!

Úr grein nefndarmanns á svipan.is

Yfirvofandi séreignarréttur

Ef réttindunum yrði úthlutað til útgerða til langtímanýtingar myndi það líklega leiða til þess að kvóti einstakra útgerða yrði innan nokkurra ára að beinum eignarréttindum á grundvelli hefðarréttar. En skilyrðin fyrir því að óbein eignaréttindi í formi nýtingar-/afnotaréttar myndi beinan og óskoraðan eignarétt samkvæmt hefðarrétti eru að eignin sé annað hvort í einskis manns eigu eða opinberri eigu og hafa verið nýtt í 40 ára eða meira...... http://www.svipan.is/?p=9265

Á sama tíma er Össur að segja okkur að ESB komi ekki til með að samþykkja yfirráð okkar Íslendinga yfir fiskimiðunum okkar. En það telur hann í lagi - svo lengi sem við fáum evru.

Á sama tíma er verið að beita sömu aðferðum við að selja orkuna úr landi - HS orka til skúffufyrirtækis í Svíþjóð.

Á sama tíma er AGS að ýta undir allar þessar aðgerðir ríkisstjórnar. Ásamt fleirum sem munu koma okkur illa. Knésetja á heimilin vegna skulda og hækka skatta s.s. verðbólguaukandi virðisauka á matvæli.

Á sama tíma hefur heyrst (óstaðfest) að gangi Íslendingar í ESB undir þeirra kröfum verði Icesave málið fellt niður.

Ég veit ekki hvort þessi ríkisstjórn er að reyna að fá prik fyrir störf sín í þágu Íslands og almennings - persónulega er ég ekki sátt!


mbl.is Skýrslu um fiskveiðistjórn seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Svona að þessu sögðu er hérna greinargott blogg frá því í mars.

http://villagunn.blog.is/blog/villagunn/entry/1035877/

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.7.2010 kl. 19:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

ESB framkvæmir reglugerðar breitingu, til að hjálpa Íslandi að gang inn:

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/10/943&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

*Mjög sérstakt finnst mér, að ESB liðki með þessum hætti til með aðildarferli dvergríkis.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2010 kl. 21:41

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - það er vissulega eitthvað verulega undarlegt í gangi hérna og það ætti að sýna fólki fram á að hér eru rauð blikkandi hættuljós í allar áttir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.7.2010 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband