Reglugerðarbreyting gerð til að flýta fyrir inngöngu Íslands í ESB!

Það er eitthvað stórlega undarlegt í gangi.

ESB er greinilega mjög umhugað að fá Ísland í sambandið og það strax. Í gær tók formlega gildi reglugerðarbreyting sem tekur á því að Ísland fái nú þegar ýmsa aðstoð við innsetningarferlið í ESB.

http://www.welcomeurope.com/news-en-Iceland-to-receive-pre-accession-funding--6372.html

Samfylkingu með Össur þarna í farabroddi er semsagt að takast að koma yfirráðum á fiskimiðum Íslendinga í hendur ESB og þau eru að flýta sér. Sennilega hrista aðgerðir mótmælenda verulega upp í áhrifamönnum - meira en margan grunar.

Svona reglugerðarbreyting þarf að fara í formlegt ferli og afgreiðast bæði af Evrópuþingi og Ráðherraráði ESB.

Jóhanna Sigurðardóttir kom á sínum tíma í veg fyrir að almenningur gæti kosið um hvort við ættum að fara í aðildarumræður og kosning um inngöngu væri bara ráðgefandi en ekki bindandi ef hún væri sett fyrir þjóðina.

Það á greinilega að knésetja okkur og kúga inn í ESB, það er nokkuð ljós ásetningur ríkisstjórnarinnar. Það lítur út fyrir, með þessari reglugerðarbreytingu, að aðildarumsókn sé í raun formsatriði og ekkert annað.

Verum sterk litla þjóð og stöndum saman gegn alvaldinu!


mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei, þetta er ekkert dularfullt og tæplega samsæri, held eg.

Þetta er út af því að ísland er í EES og er því í allt annarri stöðu en önnur ríki í biðröðinni.  Reglugerðin, um fjárhagslega aðstoð,  er frá 2006 og miðuð við sem sagt ríki í allt annarri stöðu en ísland.  Sem eiga eftir að byggja upp ýmis atriði sem ísland hefur löngu uppfyllt með EES. (Er nefnilega staðreynd sem eghef marg útskýrt fyrir andsinnum - að ísland er 79-80% aðil að ESB, án áhrifa) 

Lítilsháttar breytingu einni þarna skotið inní reglugerðina varðandi ísland.

Þeir eru svo nákvæmir þarna í henni ESB.  Rosalega nákvæmir sko.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú heldur það? Afhverju var þetta þá ekki inni í upphafi? Við vorum í EES þegar reglugerðin upphaflega var skrifuð 2006. Og ef við erum í annarri stöðu, af hverju þarf þá að breyta reglugerðinni? Heldur einhver að henni væri breytt ef ESB vildi ekki fá okkur í sambandið?

Og ef ESB vill svona klárlega fá okkur í sambandið - liggur þá ekki eitthvað undir? Nú erum við svotil gjaldþrota, með skuldir uppfyrir haus, stöndum í þessari Icesave deilu. Og samt eru þeir svona knúnir til þess að breyta fyrir okkur reglugerð?

Fólk getur - og má ekki - vera svona innilega bláeygt (þó svo við Íslendingar séum það flest).

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.7.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Það eru  þrjú atriði,sem hafa komið fram,sem hugsanleg skilyrði til frekari viðræðum.

1.Að við semjum um ICE-SAVE.

Ef til vill er að stjórnarherrarnir hræddir um að við ætlum,þeim að leysa þau mál,sem myndi skapa fordæmi gagnvart öðrum aðildarlöndum.

2.Stöðva hvalveiðar:

Hér er verið að kanna viljann til,raunverulega aðildar.Það ef við hættum hvalveiðum,sýnum við undirgefni í fyrstu atrennu.

3.Írar krefjast að við hættum makrílveiðum:

 Hér er í raun sami tilgangur.Ef við verðum að því,er sama upp á teningnum,er hér verið að kanna vilja Íslendinga.Því ef við göngum í ESB verður heildarhlutur þar með talin hlutur Íslendinga í dreifistofnum(makríl,síld,kolmunna,loðnu og úthafskarfa),deilt á milli þjóða innan sambandsins í áhveðnum hlutföllum.Þannig að meira magn yrði til skiptanna,og því ættu Írar að fagna okkar makrílveiðum,því betri verður hlutur ESB,við sameininguna.

 Látum okkur ekki blekkjast.Það verða margir krosslagðir fingur fyrir aftan bak í viðræðum okkar í Brussel.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.7.2010 kl. 22:02

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er klárlega verið að seilast í auðlindir Íslendinga - og ríkisstjórnin er að láta undan. Ég verð æ sannfærðari um það, að orðrómur sá um niðurfellingu Icesave skulda við inngöngu í ESB er máske ekki úr lausu lofti gripinn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.7.2010 kl. 22:08

5 identicon

Voðalegt bull er þetta með aulindirnar. Heldur þú að 27 þjóðir sem eru í ESB hafi látið af hendi auðlindir sínar við það að ganga í sambandið? Heldur þú að íbúar þeirra ríkja sem á undan okkur hafa farið í ESB hafi bara farið þaðngað til að losa sig við auðlindir sínar? Þetta er svo barnalegt bull að maður er gráti nær yfir því að þetta skuli vera í umræðunni. Það er alfarið undir okkur komið hvort við látum af hendi einhverjar auðlindir. Ég get nú ekki betur séð en að Sjálfstæðisflokkurinn sé algjörlega einfær um að selja auðlindir landsins annað hvort í hendur útlendinga eða vina sinna og sami rassinn undir þaim báðum. Við Íslendingar erum sorglegur hópur, sem höldum alltaf að allir útlendingar hafi eitthvað illt í huga og svo viljum við fá allt fyrir ekki neitt, eins og frekir krakkar. Þjóðernisrembingurinn alveg með ólíkindum. Ég held að það ætti að skylda þorra landsmanna til að búa erlendis í að minnsta kosti tvö til þrjú ár. Ekki veitir af að uppfræða molbúaháttinn úr þjóðinni.

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 22:28

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það væri afskaplega gott ef þú kæmir með rök fyrir máli þínu Valsól. Og jafnvel enn betra ef þú skrifaðir undir eigin nafni.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.7.2010 kl. 23:34

7 Smámynd: Atli Hermannsson.

Lísa Björk,  ég sá þessa fullyrðingu þína á annarri slóð en stóðst ekki mátið.

"Fiskimiðin okkar verða þurrkuð upp - alveg eins og fiskimið annarra þjóða í ESB. Og það tekur ekki langan tíma. Og við komum ekki til með að hagnast á því sjálf!"

Ég er búinn að vera í því í hér á netinu í fjölmörg ára að leiðrétta alls konar misskilning og þess á milli hreinar fjarstæður um annars vegar fiskstjórnunarkerfið okkar og hvernig til hefur tekist og svo hins vegar hið sameiginlega fiskstjórnunarkerfi ESB. Inn á milli verður maður frekar leiður á sífeldum endurtekningum, því alltaf eru að poppa upp einhverjir sem telja sig vita einhver ósköp en vita í raun nákvæmlega ekkert. Þú hefur enga afsökun að tilheyra þeim hópi... Í guðs lifandi bænum lestu þig aðeins til áður en þú heldur lengra áfram.

Þú veist að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra var í gær að tilkynna um heildarkvóta fyrir næsta ár. Og að ákvörðun hans er byggð á rannsóknargögnum og tillögum frá Hafró.  Og að Hafró er okkar fulltrúi í Alþjóðahafrannsóknarráðinu ICES sem saman stendur af 20 þjóðríkjum hér í Norður Atlantshafi og staðsett er í Kaupmannahöfn. Og að gögnin eru búin að liggja það síðan í mars eða eftir að togararallinu lauk. Þá veistu að Hafró á tvo fulltrúa í ráðgjafaráði ICES sem þarf að yfirfara gögnin og leggja blessun sína yfir niðurstöðurnar og árlegar tillögur um heildarafla hér við land áður en okkar sjávarútvegsráðherra fær að sjá þær. Þá veistu kannski líka að ICES er einnig aðal ráðgjafi CFP, eða hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Þú ert kannski farin að átta þig á því að 20% nýtingarreglan sem við notum hér við land er ættuð frá ICES - og því verðum við með sömu ráðgjöfina sem og hingað til eftir inngöngu í ESB.     

Atli Hermannsson., 17.7.2010 kl. 02:53

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er nú allt ljómandi gott og blessað ef svo er Atli. En nýtingarréttur okkar á okkar eigin fiskimiðum mun færast að miklu leyti á aðrar hendur og aðrar þjóðir. Það er merkilegt hvað margir eru sáttir við það.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 13:43

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

"En nýtingarréttur okkar á okkar eigin fiskimiðum mun færast að miklu leyti á aðrar hendur og aðrar þjóðir. Það er merkilegt hvað margir eru sáttir við það."

L'isa Björk; við erum með aflamarkskerfi og þeir einir sem hafa veiðireynslu hér við land fá úthlutað samkvæmt henni, eða nákvæmlega sömu forskrift og gert var í gær. Þá hefur það aldrei gerst að hlutdeild eða fiskveiðiheimildir eins ESB lands hafi verið teknar af henni og færðar annarri - aldrei. 

Atli Hermannsson., 17.7.2010 kl. 14:23

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Valssól, hvaða auðlindir áttu þessar 27 þjóðir til að missa og það er rangt hjá þér Valsól að við það eitt að búa erlendis þá sjáum við betur hvað ESB sé gott þú verður að átta þig á að við fáum ekki evrópska veðrið þó svo að við samþykkjum ESB og það er mikklu meira sem hangir á spítunni fyrir ESB vegna þeirra gæða sem það nær til sín en okkar megin sem verðum hlutlaus um okkar framtíð og svo svona þér að segja þá eru það Samfylkingarfólk sem selur og selur og er enn að selja auðlindir þjóðarinnar.

Atli, ESB stjórnar fiskveiðum Dana nú þegar og hefði engu skipt þó svo að öll Danska þjóðin hefði verið í "hafró" þeirra ESB ríkjanna.

Norður Atlandshaf er þeim Þjóðverjum og Bretum svo mikið meira viði en svo að þeir séu að velta sér upp úr einhverjum þorskhausum, tilgangur ESB er að ná allri Evrópu undir Þýskaland þar sem nota bene þýska þjóðin vill meira og meira losna við ESB þýsku þjóðinni er löngu hætt að þykja þetta fyrndið og ef að þú hittir venjulegann þýskann ríkisborgara eru 80% líkur á því að hann ráðleggi okkur að hafna ESB. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.7.2010 kl. 14:30

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Atli, þær fiskveiðiþjóðir sem eru nú þegar í ESB, þær eru ekki 27, eru í meiri vandræðum en við svo þar er ekki af neinu að taka og svo er það ekki bara fiskurinn heldur ekki síður Norðu Atlandshafið sem þeir sækjast eftir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.7.2010 kl. 14:32

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er ágætt að þú minntist á þetta Högni. Það er nefninlega ekki eins og öll ríki ESB séu beinlínis rík af náttúruauðlindum. Og ennþá fjarri lagi að þau liggi að sjó. Ísland er hinsvegar ríkt af náttúruauðlindum - ennþá - nema að Samfylkingin haldi áfram að selja þær úr landi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 15:22

13 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Atli, ESB stjórnar fiskveiðum Dana nú þegar og hefði engu skipt þó svo að öll Danska þjóðin hefði verið í "hafró" þeirra ESB ríkjanna."

Högni; Það vill svo til að Danir deila öllum sínum tegundum með öðrum aðildarríkjum ESB og því ólíku saman að jafna. Fulltrúar ICES sjá um alla rannsóknarvinnuna þar (eins og hjá okkur) ásamt því að leggja til um hámarksafla í hverri tegund fyrir sig sem fer sem leið liggur inni á borð hjá CFP Common Fisheries Policy.  Þar skiptast menn á skoðunum og þvarga eins og frægt er. Ákvörðun CFP um heildarafla er síðan endalega staðfest í ráðherraráðinu af þeim ráðherrum sem málið varðar - ca 7-8 ráðherrar. Ríkjakvótum er þaðan deilt út milli ríkja samkvæmt veiðireynslu. Danir sjá síðan um að deila honum sín á milli og kemur engum öðrum það við hvernig þeir gera það.

En af hverju skildum við hafa áhyggjur af því hvernig sameiginlegum botnfisktegundum er útdeilt innan ESB... þegar ekkert af því á við hér við land. - við deilum engum botnfisktegundum með neinni annarri þjóð og því mun þetta úthlutunarkerfi ekki ná til okkar.  

Atli Hermannsson., 17.7.2010 kl. 15:37

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er nákvæmlega þetta sem á okkur dynur og það er þetta sem við viljum ekki Atli við komum líka til með að þurfa að deila öllum okkar tegundum með öðrum ESB aðildarríkjum og enn og aftur þá er það meiningin hjá Þjóðverjum að ná yfirráðum yfir Evrópu og Norður Atlandshafi og þar með botninum en ekki síður fiskveiðsvæðum, ESB ríkin 27 eiga ekki mikið af fiskveiðisvæðum og Ísland er góður kostur í ESB safnið til þess eða öllu heldur áfangi á þeirri leið, ESB er að hrynja og ekki eftir neinu að sækjast þar fyrir okkur og svo ég steli nú frá henni Rakelu, við förum ekki eignalaus á nærbuxunum einum og bönkum upp á hjá aðila sem er svo gott sem búinn að byggja sitt hús með aðrar eignir svo gott sem skuldlausar og með stefnu í þokkabót og sækjumst eftir sambúð, eigum vi ekki að hysja upp um okkur og sjá hvort að ESB verði enn þá til þegar við höfum gyrt okkur í brók, við eigum að setja umsóknina á salt í 5 ár .

Kvótakerfi okkar þarfnast breytinga, það er rétt og er verið að vinna að því um þessar mundir og þar skiptir mestu máli að við tökum orðalagið nýtingarréttur út og setjum leiga inn því að nýtingaréttur þeirra kvótakónga er að verða ævarandi eign þeirra á hefðum, nema þessu orðalagi verði breytt og það strax.

Við erum ekki milljóna þjóðfélag, við eru örfá og eigum ekki nokkra samleið með milljóna samfélögum nema í gegnum viðskiptasamninga, við erum eyríki og það langt út í ballarhafi og eigum bara að haga okkur samkvæmt því og segja okkur úr NATO og Shengen.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.7.2010 kl. 16:08

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hugmyndafræði ESB byggir á algerri miðstýringu frá Brussel. Efist einhver um spillingu stjórnvalda, að hún sé einsdæmi á Íslandi - það er best að vakna upp við vondan draum. Allstaðar er allt eins, snýst um eignayfirráð og völd, klíkur og auðvaldið. Evrópa er ekki - og verður aldrei - eitt stórt hagkerfi. Það samlagast því ekki sömu lögum og reglugerðum. Lítil hagkerfi verða að fá að vinna sem lítil hagkerfi og þau stóru á sinn hátt. Evran hefur ekki sama virði allstaðar og þjóðir geta þar engu um breytt. Það er ekki gengismunur heldur virðismunur. Slíkt getur sett þjóð í hálfgerða ættjarðarfjötra. Spánverjar eru t.d. með evru en hún er mun minna virði en evra Þjóðverja. Að tala um frjálsa samkeppni milli þessara landa er því vonlaust. Spánverjar geta ekki flutt út og fengið fleiri evrur fyrir sinn gjaldmiðil þegar hann hefur lægra gengi. Þeir fá bara færri evrur vegna þess að samkeppnisstaða þeirra er ekki góð. Þetta er nú einmitt það sem háði Sovíet - sem ekki gekk upp. Markaðsöflin voru tekin úr sambandi og það lofar aldrei góðu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.7.2010 kl. 17:45

16 Smámynd: Atli Hermannsson.

Högni; fyrsta málsgreinin þín á ekki við nokkur rök að styðjast. Það er margbúið að útskýra bæði fyrir þér og öðrum andstæðingum ESB að í raun og veru kemur okkur það ekkert við hvernig sameiginlegum bolfiskfiskstofnun ESB er úthlutað. Við deilum engum botnfiskstofnum með neinum - alveg sama hversu oft þú endurtekur það. Ég vil ræða staðreyndir og legg mig fram um það. En að fabúlera um hvað hugsamlega gerist einhvern tíma eða að baki liggi einhver annarlegur tilgangur Þjóðverja, sennilega til að stela frá okkur, er bara umræða sem ég ógjarnan læt þvæla mér í.

ESB mun engin afskipti hafa að því hvaða fiskveiðikerfi við kjósum að hafa eftir inngöngu, enda öllum öðrum ESB löndum það í sjálfsvald sett hvaða kerfi þeir nota. Því getum við breitt kvótakerfinu fram og til baka eftir inngöngu og þess vegna tekið upp dagakerfi að hætti Færeyinga kjósum við það. Það er nefnilega mikill misskilningur að eitthvað sé til sem heitir fiskveiðikerfi ESB. Það bara til fiskveiðistefna -  því það þarf að sjálfsögðu setja leikreglur þar sem hagsmunir mætast og þar við situr.

Atli Hermannsson., 17.7.2010 kl. 17:49

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það liggja ekki neinar staðreyndir fyrir í málinu Atli og full ástæða til að horfa raunsætt á málin og ESB þjóðirnar eiga ekki fiskveiðisvæði fyrir 27 þjóðir og í dag er eins og þú segir fiskveiðum Dana stjórnað af ESB og þannig verður það líka hér, mér dettur bara ekki í hug að treysta þeim frekar Samfylkingunni þú nú sérð hvernig hún er að fara með þjóðina.

Það er stefna Þjóðverja og búið að vera um aldir að ná yfirráðum yfir Evrópu og þetta er bara enn ein tilraunin og það er mitt mat og margra annara að við eigum eftir að hrósa happi yfir því að hafa ekki gengið inn í þennan söfnuð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.7.2010 kl. 19:01

18 Smámynd: Atli Hermannsson.

Högni, ég segi hvergi að fiskveiðum Dana sé stjórnað frá ESB enda er það rangt. Danir eru með sinn sjávarútvegsráðherra eins og öll  önnur ríki sem hafa einhver fiskveiðiréttindi að verja. Ætli þau séu ekki 7 eða 8 en ekki 27.

En ákvörðun um heildarafla í fisktegundir sem Danir deila með öðrum þjóðum er að sjálfsögðu tekin á sameiginlegum vettvangi - enda getur það ekki öðruvísi verið. Í þeim tilfellum þarf að sjálfsögðu einnig að samræma ólíka hluti eins og veiðarfæri og hvernig að veiðunum er staðið svo tryggt sé að ekki sé gengið á réttindi eins lands á kostnað annars Þá er það mikill misskilningur að halda að CFP sé einhver vinnumiðlun eða taki að sér að útvega einstökum ríkjum eða útgerðum í sambandslöndunum verkefni - það þekkist ekki, enda  er rauði þráðurinn í hinni sameiginlegu fsikveiðistefnu sambandsins CFP að að ekki sé verið að mismuna neinum... við Íslendingar eigum örugglega erfiðast með skilja það.    

Atli Hermannsson., 17.7.2010 kl. 23:37

19 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú segir í færslu 13 að Danir deili öllum sínum tegundum með öðrum ESB ríkjum, ég var að segja það ESB stjórnar fiskveiðun Dana, það er ömurlegt að koma niður á bryggju í Esbjerg t.d. og sjá allan bátaflotann bundinn við bryggju í flottu veðri og heyra að ESB stjórni þessu, mismunun á sér stað í ESB ríkjunum hefur alltaf verið og mun verða stunduð, það er ætlan Þjóðverja að ná yfirráðum yfir Evrópu og ekki síst Norður Atlandshafi, það er alger óþarfi af okkur að taka þátt í þeirra hruni, leyfum þeim að klára sitt hrun og klárum okkar á meðan og skoðum málið eftir 5 til 10 ár.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.7.2010 kl. 00:03

20 Smámynd: Atli Hermannsson.

Högni. Það er miklu betra að skilja hvernig hið sameiginlega fiskveiðikerfi CFP virkar ef maður ætlar að gagnrýna það á málefnalegan hátt - svo maður tali nú ekki um að koma með tillögur til úrbóta. Þá er einnig mjög mikilvægt að gera greinamun á því t.d. hvort óánægja, segjum sjómanna í Esbjerg sem þú nefnir, sé tilkomin vegna fyrirkomulags við veiðar í tiltekin fiskstofn eða vegna þess að veiðiheimildirnar eru af skornum skammti.

En þar erum við að tala um allt annan hlut, sem ræðst af ráðgjafa- og vísindateymi ESB sem við erum hluti af í gegnum Alþjóðahafrannsóknarráðið ICES í Köben. Við erum nefnilega í gegnum Hafró ICES með nákvæmlega sömu ráðgjafa og ESB notar og höfum verið síðan áður en kvótakerfið kom til sögunnar. Við erum með nákvæmlega sömu nýtingarstefnuna og þar er notuð. Hafir þú eitthvað við hana að athuga ert þú aldeilis ekki einn um það.

En það sem ég er alltaf að reyna að koma mönnum í skilning um; er að það breytist ekkert er viðkemur fiskveiðikerfinu okkar eða nýtingarstefnunni hér við land við inngöngu í ESB. Það er sjónhverfing sem sést eingöngu þegar horft er í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ.

P.s ..óánægja sjómanna í Esbjerg minnkaði ekkert þó Danir segðu sig úr ESB. Vegna þess að þeir eru eftir sem áður með sitt eigið fiskveiðikerfi og þurfa að deila fiskstofnum sínum með öðrum löndum sem ákvarða það með nýtingu á  sameiginlegum vettvangi... Einhverjum liði kannski eitthvað betur ef sá staður héti Amsterdam.         

Atli Hermannsson., 20.7.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband