Sama lausn fyrir alla?

Vá - ef höfðingi Icesave má fara þessa leið, halda eigum sínum en greiða arðinn uppí skuldir - mega allir aðrir það þá ekki líka? Heimilin, litlu fyrirtækin - já - jafnvel ríkið?

Enginn þarf að selja neitt - engar aðfarir - engin gjaldþrotaskipti. Allir borga bara það sem þeir hafa afgangs, eða arð af sínu og málið er dautt!

Eigum við ekki að bera þessa leið upp fyrir AGS?

Eða er það bara auðvaldið sem má hegða sér svona? Þetta sem skjaldborgin var reyst fyrir?

Ég bara spyr.


mbl.is Allur arður Björgólfs til kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitthvað mikið bogið við þessa frétt - eða réttara sagt fréttatilkynningu Björgólfs - og ber hún öll einkenni þess að vera partur af spuna.

Í Fréttablaðinu í dag segir að hann ætli að greiða 1.200 milljarða skuldir upp á fimm árum, sem eru tæpir 10 milljarðar dollara. Það er ríflega tvöfalt meira en eignir Björgólfs þegar þær voru mestar og hann var inni á lista Forbes.

Í dag er Björgólfur ekki lengur á lista Forbes, en þeir sem eiga 1 milljarð dollara eða meira eru þar. Nú eigum við að trúa því að hann geti greitt meira en 10-falda aleiguna á fimm árum, með arði af eignunum! Það er ekki hægt.

Ef hann er slíkur galdramaður ætti hann að byrja á að ábyrgjast greiðslur á öllum þeim kostnaði sem fellur á íslenskan almenning vegna Icesave, svo getur hann farið að glugga í þær þúsund kennitölur sem hann á skuldugar um allar jarðir.

Það þarf líklega að láta hann líta betur út í augum íslensks almennings svo hann fái frið með gagnaverið sitt og annan rekstur. Þetta er spuni að hætti útrásarvíkinga og ekki kæmi á óvart þótt einhver Samfylkingarmaður væri með í ráðum. Þeim er víst sama hvaðan gott kemur, eins og kerlingin sagði.

Haraldur (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 09:51

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er auðvaldsklíkan - klárt og skorið. Það hefur verið samið við erlenda kröfuhafa á einhvern hátt svo maðurinn geti átt og rekið arðbært fyrirtæki hér eins og Actavis - svo ríkið geti svo fengið af því góðar skatttekjur.

Ef maðurinn ætti Ísbúðina á horninu þá fengi hann klárlega ekki þennan díl. Þá væri nú barasta búðin tekin og íbúðin líka.........

En það er ekki sama hver er - það er alveg ljóst.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.7.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband