Eru þessir ráðherrar ekki lögbrjótar?

Það er alltaf merkilegt að skoða lög. Sérstaklega þau sem manni finnst ríkisstjórnin og ráðherrar brjóta í bak aftur. Ice-save, gengistryggðu lánin, loforð til AGS um að setja nauðungaruppoð í gang til höfuðs heimila almennings í október. Listinn getur verið endalaus – en kíkjum á eftirfarandi:

Lög um ráðherraábyrgð 1963 nr. 4 19. febrúar 

2.gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt ílögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðiðsekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eðastórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnurlandslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlegahættu.

10.gr. Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:    a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekkibeinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín;   b. ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, erstofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þesssérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæmanokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmdferst fyrir. 

 

13.gr. Hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er eftir lögum þessum, skal og þegar þess er krafist, jafnframt hegningunni dæma hann til að greiða skaðabætur, en um skaðabótaskyldu hans fer eftir almennum reglum.

mbl.is Ekki komin dagsetning á viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verðug og athyglisverð ábending.  Auðvitað eru menn brotlegir við lög og eru raunar að misbjóða þeim frá degi til dags nú orðið.

P.s. þú mættir fara inn í færsluna aftur og laga tilvitnanirnar, því þær virðast hafa skolast eitthvað til og orð runnið saman þegar þú límdir þær inn.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.8.2010 kl. 02:24

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk fyrir það Jón. Ég var að berjast við þennan texta sem virtist ekki ætla að hlýða mér - enda örugglega texti sem fólk á ekkert að vita um.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.8.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband