Hvurn andskotann eruð þið að gera og fyrir hvern?

Nú er ég ekki þekkt fyrir að vera orðljót - en - það eru takmörk.

Hvurn andskotann eruð þið þarna í ríkisstjórn - aularnir ykkar - að reyna að gera og fyrir hvern? Enginn menntaður maður á þessu sviði mundi skera svona niður á þessum tímum. Þið eruð búin að lofa AGS einhverju sem ekki er hægt að standa við án þess að drepa þjóðina. Gerið þið ykkur grein fyrir því?

Hendið þessum helv. afætum burt og leyfið okkur frekar að búa í húsunum okkar og veiða fisk á bryggjunni. Það mundi henta betur. Það eru rétt 100 ár síðan við skriðum úr moldarkofunum og við erum ekki á leiðinni þangað aftur. Við kröfðumst sjálfstæðis og neituðum að vera hjáleigufólk og eymingjar flakkandi á milli hreppa í von um vist. Þið eruð að senda Íslendinga í þetta helvíti aftur.

Við erum auðug þjóð, með góða legu alþjóðlega og eigum fullt af tækifærum. Það eru bara fjandans fífl sem selja okkur í þrælavinnu til ókominna ára til að bjarga eigin glöpum og auðvaldinu.

Nú ætti Steingrímur að fara að sinna sínu jarðfræðisviði og skoða öskulög og flugfreyjan Jóhanna að þjóna almenningi eins og hennar menntun krefur. Drullast burt úr málum sem þið hafið ekki hundsvit á. Og takið með ykkur alla meðvirku áhangendurnar sem trúa ykkur í blindni af því að þeir hafa ekki menntun og þor til að gera annað.

Við viljum hugrakkt fólk á þing - fólk sem getur, veit og þarf ekki að hlusta á aðra til að taka ákvörðun.

Almenningur treystir ykkur ekki - skrýtið - enda ættuð þið öll í ríkisstjórn að prufa að vera á bótum í kannski eitt ár.

Þá væri ekki uppi á ykkur tippið.


mbl.is Hin sönnu hrunfjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Lísa Björk, æfinlega !

Þakka þér; fyrir ádrepuna. Alþingi verðum við að afmá; og við taki Byltingarráð þjóðfrelsissinna, 18 manna - og helzt; vopnað.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 01:54

2 Smámynd: Sigurjón

Taka upp aðferðir Paul Revere?  Það er máski ekki vitlaus hugmynd...

Sigurjón, 3.10.2010 kl. 03:16

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Sammála þér Lísa : )

Sigurveig Eysteins, 3.10.2010 kl. 04:21

4 Smámynd: Jack Daniel's

Góður pistill og er þér algerlega sammála.

Jack Daniel's, 3.10.2010 kl. 09:03

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk fyrir það - svolítið harðorður, en það er svo virkilega gengið fram af manni.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2010 kl. 11:11

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Smmála þér, Lísa Björk. Þetta er einræði af verstu gerð.

Eyjólfur G Svavarsson, 3.10.2010 kl. 16:08

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Lísa og þú þarft ekki að afsaka þó þú sért harðorð. Flestir eru búnir að fá nóg af þessari vitleysu!

Gunnar Heiðarsson, 3.10.2010 kl. 16:34

8 identicon

flott Lísa Björk áframm þú ert góður penni hvaða flokk ætlar þú að setja á fót ég kís hann.

gisli (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:01

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk fyrir þetta. Ég tel sjálfa mig tilheyra Hreyfingunni Gísli, en þar er þó enginn flokksbundinn - enda hópur fólks án valdastrúktúrs hefðbundins stjórnmálaflokks. En þar er almannahagur í fyrirrúmi, enda stóðu þingmenn Hreyfingar á Austurvelli og mótmæltu meðan samstarfsfélagar þeirra hlupu með hönd yfir höfði sér á milli Alþingis og kirkju.

Ég get samt lofað því að þau höfðu engin egg meðferðis eða önnur mannskæð vopn  utan samhug og kjark til að vera trú sinni sannfæringu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2010 kl. 19:34

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Montstéttin á Íslandi er ákveðin í að lifa kreppuna af án þess að hagga lífskjörum sínum.

Þó þessi aðalsstétt og greifarnir af Íslandi þurfi að höggva þúsundir manna fjárhagslega í spað til að bjarga fáeinum fyrirmönnum þjóðarinnar frá því að eignir þeirra rýrni aðeins, skal það gerast.

Allt er þegar ákveðið og nú er bara eftir að þreyta skrílinn með kjaftavaðli um ekki neitt. Virkar alltaf ágætlega. 

Ég kýs "Lísu-flokkinn" í næstu kosningum sem þarf að setja í gang helst í gær.. 

Óskar Arnórsson, 3.10.2010 kl. 19:55

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Góð vinkona mín minnti mig á orð sem Steingrímur J. lét falla árið 2008 á þá leið að stjórn sem ekki gæti fundað nema undir lögregluvernd ætti að fara frá. Ef hann stæði nú við stóru orðin, sem hefur svosem ekki gerst undanfarið ár amk. - þá labbaði hann þó allavega frá með smá snefil af virðingu.

Kjaftapólitík hentar ekki í dag. Heldur ekki miðstýrða pólitíska elítan sem hefur haldið vörð um eigin hagsmuni og þeirra sem hentar best að halda vörð um.

Ég ætla að gamni að setja inn slóð, sem ég vona að virki. Þetta er fyrri hluti ræðu Vilmundar Gylfasonar, haldin fyrir 28 árum síðan. Það mætti halda á orðum hans að maðurinn væri að tala um ástandið í dag. Hann hafði þessa sömu hugsjón.

http://www.youtube.com/watch?v=4rkBIEi7I7g

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2010 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband