18.10.2010 | 13:54
Og þetta er bara innan eins stéttafélags.
Þegar stór hluti heillar þjóðar hefur kvíðahnút í maganum vegna fjárhagsáhyggna, sumir eiga ekki fyrir mat og aðrir ekki fyrir skuldum - hvernig er þá hægt að gera þessu þjóðfélagi að taka á málum með endalausum niðurskurði og skattahækkunum.
Hvernig getur ríkisstjórnin leyft sér að sitja sem fastast í svona ástandi. Á Alþingi sem búið er að missa allan trúverðugleika vegna eilífs sjónarspils?
Ég skal alveg vera viss um, að ef einhverr þeirra sem sitja í ríkisstjórn þyrftu sjálfir að fara og betla mat fyrir börnin sín, þá væri löngu búið að gera eitthvað annað og meira. En fólkið á ráðherrastólunum þekkir þetta ekki á eigin skinni.
Það heyrist ekki mikið frá þeim sem hafa það þokkalegt og sjá fram úr því að jafnvel geta klórað sig í gegnum þetta. En sá hópur fer minnkandi.
Víða hafa komið góðar raddir - raddir sem benda á mögulegar lausnir. Þessar raddir eru þaggaðar niður, ekki hlustað á þær.
Þeir sem eru aðgangsharðastir í innheimtu er ríkið sjálft. LÍN og Íbúðarlánasjóður eru undanþegin þeirri nýju löggjöf um að frysta aðgerðir um leið og plögg eru komin til umboðsmanns skuldara. LÍN má t.d. gjaldfæra öll námslán í einu lagi og krefjast fjárnáms í íbúðum þeirra sem ekki geta greitt.
Er þetta eðlilegt?
Eins er með vangoldna skatta. Þessu er umsvifalaust skellt til sýslumanns og í fjárnámsferli.
Það fer aulahrollur um mann, vitandi af því að þetta er bláköld staðreynd - og enginn virðist ætla að taka á málunum.
ENGINN
Helmingur með fjárhagsáhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.