Hreyfingin sagði þetta strax - og nú er það komið í ljós.

Svik og prettir - allt saman. Leikræn tjáning ríkisstjórnarinnar til að slá ryki í augu þjóðarinnar er með ólíkindum. Stóra valdaklíkan hreinlega ætlar sér ekki að sleppa tökunum. Hvað verður um auðvaldið ef stjórn þess gefst upp? Ef einhver fer að tala fyrir heimilum, lausnum og almenningi - svona í alvöru?

Þá hljóta þessir auðhringir að tapa. Þeir munu ekki ná fyrirætluðum árangri í ESB. Fyrr skal lágstétt og millistétt blæða út frekar en slíkt gerist.

Eva Joly, sú merka kona, bennti á það að ESB vildi að orkufyrirtæki væru einkavædd. Hver man ekki Magma laumuspilið og HS orku? Hvað skyldi margt fleira eiga eftir að koma uppúr kafinu þegar loksins þessi ríkisstjórn hröklast frá. Því það hlýtur hún að gera.

Ísland á að heita lýðveldi. En það er það ekki - ekki ennþá. Íslandi er stjórnað af auhringjum sem ná inní ríkisstjórn. Klíkum sem eru orðnar fastar í sessi og ætla sér ekki að skipta um stíl. Hvar eru verkalýðsfélögin? Hvað gera þau fyrir atvinnulausan almenning?

EKKERT

Öllum þeim sem hafa reynt að gera góða hluti fyrir fólkið í landinu er hafnað. Hagsmunasamtök Heimilanna dreginn á asnaeyrunum - sýndarmennska og ekkert annað.

ÞAÐ ERU 9% SEM HAFA TRÚ Á ALÞINGI!

Ég þori að veðja að þessi 9% eru öll innan ákveðinna valdaklíka.

Það er kominn tími til að Forseti "lýðveldisins" Ísland stígi fram og stöðvi þenna skrípaleik.


mbl.is Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk sem lætur sama fólkið ræna sig dag eftir dag á sama hátt á það bara skilið. Ef það heldur að ræningi læknbist sjálfur af þörfinni að stela, þá þarf fólk að endurskoða hvað það er eiginlega að hugsa. Ég hef unnið með glæpona utan og innan fangelsa í meira enn tuttugu á. Og með marga bankaræningja. Engin hefur sagt frá því að m,enn komi og fylli á gjaldkerakassana á meðan á bankaráni stendur. Á Íslandi er það svoleiðis. Menn koma og setja í kassana, peningurinn hverfur og fólk verður jafnhissa og hneykslað í hvert skipti...

Ég kann ekki reglurnar enn ef Forseti ekki stöðvar þetta og það er ráðin útlenskur forstjóri sem er vanur rekstri stórra fyrirtækja, þá verður bara að grípa til neyðarúrræða...

Óskar Arnórsson, 16.10.2010 kl. 18:38

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvernig getur fólk átt það skilið sem ekki er í aðstöðu til að stöðva það? Sama hvað reynt er til að fá ríkisstjórnina til að fara frá - þá situr hún sem fastast!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.10.2010 kl. 13:42

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru allir í aðstöðu að leggja sitt af mörum. Hundsa yfirvöld. Mótmæla í daglega lífinu á allan hátt.

Það á kanski engin skilið að gert sé eitthvað neikvætt við það, enn fólk sem lætur leiða sig til slátrunar mótþróalaust gef ég ekkert fyrir.

Allir þurfa að taka þátt og ekki bíða eftir að einhver annar geri það...

Óskar Arnórsson, 18.10.2010 kl. 13:49

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kannski ég sjái þig þá á næstu mótmælum?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.10.2010 kl. 19:33

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

... ég er efnahagslegur flóttamaður í Svíþjóð núna...og er að vinna fyrir glæpavöxtum á Íslandi...

Óskar Arnórsson, 19.10.2010 kl. 18:39

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Því miður er meira um tunnur á Íslandi en atvinnu. Fólk getur ekki unnið fyrir glæpavöxtunum þó svo það vildi. Og nú er búið að segja upp hálfum "Vestfjörðum". Það þýðir lítið að vera með mótþróa við svona aðgerðir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.10.2010 kl. 18:48

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það á bara að vera með mótþróa allstaðar, við öllu sem Ríkið er með í gangi. Fjólmenna á opinberar skrifstofur. Vera leiðinlegur. Nældra og spyrja bjánalegrar spurninga. Hringja í opinberar stofnanir. Skrifa bréf og láta taka það fyrir á fundi. Senda reikninga til Ríkissins fyrir það eitt að vera Íslendingur. Séu þeir ekki borgaðir, setja þá í innheimtu...drekkja þessu ógeðslega kerfi í eigin skít.

Ég er frá Vestfjörðum...

Óskar Arnórsson, 29.10.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband