Af hverju ég segi NEI við Icesave!

Þann 9. apríl næstkomandi mun ég fara á kjörstað og segja NEI við Icesave III.

Í þessum máli treysti ég eigin innsæi fremur en því sem ég kalla hræðsluáróður stjórnvalda, bæði hér og erlendis.

Ég er sannfærð um að ef Bretar, þessi valdamikla þjóð, teldi sig koma vel frá dómstólaleiðinni - þá væri löngu búið að fara hana. Að Bretar séu að vera með einhverja greiðvikni tel ég algjörlega út úr myndinni. Hinsvegar held ég að þeir notfæri sér hræðslu þeirra sem sitja við völd. Á Alþingi eru enn þeir flokkar sem komu að hruninu og sama ríkisstjórn og kom fram með seinustu samninga.

Ég velti fyrir mér ástæðu þess að hægt sé að koma við betri samningum nú en áður. Mín skoðun er sú að Bretar vilji umfram allt semja og alls ekki fara dómstólaleiðina.

Ég hræðist ekki þetta stóra vald Breta. Ég hræðist hinsvegar mjög þær skuldir sem þjóðin mun steypa sér í. Þjóð sem er nú þegar það stórskuldug að almenningi blæðir hægfara út vegna skattaálaga svo eitthvað sé nefnt.

Ég hræðist líka að með samþykki samninganna sé verið að styðja þá ríkisstjórn sem hefur ekkert viljað gera fyrir almenning.

Margir eru þeirrar (réttlátu) skoðunnar að stokka þurfi upp í því valdakerfi og þeirri pólitík sem við höfum setið uppi með í áratugi. Þetta er tækifærið að fyrsta stóra skrefinu í þá átt. Að neita að taka ábyrgð á gjörðum auðmanna sem studdir voru af stjórnvöldum sem enn sitja. Neita áframhaldandi spillingu.

Krafan um réttlæti hefur fengið dagsetningu. Dagsetningin er 9. apríl 2011.

Stöndum saman, krefjumst réttlætis.


mbl.is Kynna rök gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæl Lísa.

Mikið er ég þér sammála ég segi nei við þessari nauðung stjórnvalda

Jón Sveinsson, 11.3.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er nú það. Ég treysti ekki þessari ríkisstjórn. Ég hef ekki séð koma frá henni neitt gott. Því skyldi þetta vera öðruvísi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.3.2011 kl. 18:33

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2011 kl. 02:52

4 identicon

Sammála. Nei við Icesafe og 4flokka samspillingunni.

Nýtt fólk inn sem hafði ekkert með hrunið að gera.

Það er eina fólkið sem getur tekið til.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 13:04

5 identicon

Steingrímur, Jóhanna og Darling vita nákvæmlega hvert Icesafe peningarnir fóru.

Það er lágmarkskrafa og lágmarks kurteisi að upplýsa þjóðina fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um það. Fyrst þeim finnst sjálfsagt að við borgum.

Ef það er ekki hægt hangir eitthvað rotið á spítunni. Og á meðan alt er enn í felum með Icesafe væri heimska að segja já.

Það hefur lygasaga ríkisstjórnarinnar í málinu kennt mér.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband