Og heimskur hlær því hann þekkir ekki söguna. Hagkerfið í gang.

Eftir þessa minnispunkta um hið ónýta ríkismark eftir stríð er fólki heimilt að hlæja að einni bestu lausn okkar mála sem Lilja Móses hefur mælt fyrir - enn ekki fyrr en eftir þetta ágrip. Fólki er fullkomlega í sjálfsvald sett að leita frekari heimilda. 

Eftir seinni heimstyrjöldina héldu Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gjaldmiðli Þjóðverja niðri, ríkismarkinu.  Það voru alls kyns verðhöft sem komu niður á m.a.launum, leigu og almennum reglum um fjármál þjóðverja. Útkoman var hagfræðileg skelfing fyrir Þjóðverja. Verðbólgunni hafði verið haldið í skefjum með þessum höftum en um leið og losað var um þau óð verðbólgan upp að nýju.

 Í júní 1948 var loksins leyst úr þessu vandamáli þegar ríkismarki (Reichsmark) var skift út fyrir Þýska markið (Deutchemark). Athugast skal að verðtrygging var ekki til staðar. 

Eftirfarandi breyting átti sér stað: 

Gerð reikningsUpphæðBreyting

Einstaklingar

600 ríkismörk

1 ríkismark = 1 Dmark

Einstaklingar yfir 600 RM

 

10 ríkismörk = 1 Dmark

Fyrirtæki

60 ríkismörk á einstakl.

1 ríkismark= 1 Dmark

Hið opinbera

Mánaðarlaun

1 ríkismark = 1 Dmark

Aðrir

 

10 ríkismörk = 1 Dmark.

 

Skuldum var breytt á genginu 10:1 Dmark

 

Gjaldeyrisstöðum banka og skuldabréfum í Ríkismörkum var eytt en fengu í staðin 4% (eða 25:1 Dmark). Innistæðureikningar Seðlabanka fengu 15% Bankareikningar fengu 7,5% eignir og 3,75% fyrir skuldir (innistæður almennings). Þannig höfðu bankarnir ennþá möguleika til að halda áfram lánastarfsemi.

 

1949 jókst iðnaðarframleiðsla um 24% og 12% á fyrri helmingi árs 1950. Strax árið 1948 jukust störf um ca 40% en dró úr aukningu starfa ári síðar.

 

Stærsta vandamálið var skortur á höfuðstól Dmark. Það örsakaðist vegna eyðileggingar stríðsins en umbætur vegna þess voru mjög kostnaðarsamar og höfðu það mikil áhrif á höfuðstólinn að fjárfestar voru hræddir um að fjárfesting þeirra mundi ekki verða arðbærar í framtíðinni.

En hagnaður jókst þar sem laun hækkuðu ekki jafn ört og framleiðni.  

Hagkerfi Þjóðverja var komið á fullan skrið þrátt fyrir ónýtan gjaldmiðil tveim árum áður en þó með innlendan og sjálfstæðan gjaldmiðil.


mbl.is Steingrímur vill byggja á krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lísa Björk

Er þessi hugmynd ekki bara góðra gjalda verð hjá Lilju M ? Svei mér þá.

Lilja er greinilega "öðruvísi" vinstri græn, og á eftir að gera góða hluti samt skaut hún yfir markið með þessari stríðskatts hugmynd sinni

Kristinn M (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 21:11

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þessi hugmynd er það besta sem hægt væri að framkvæma. Já - Lilja er öðruvísi Vinstri Græn - hún er ekki að selja sínar grunnhugmyndir vegna stjórnarsamstarfs eins og hinir. Þess vegna er hún fyllilega marktæk og hefur bara gert góða hluti.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.3.2011 kl. 21:16

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það skal skýrt tekið fram að mér hugnast enginn annar í VG.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.3.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.3.2011 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband