Þakka þér fyrir - ég vona að þjóðin eigi traust þitt skilið.

Sjaldan hefur einni þjóð verið sýnt jafn mikið traust. Persónulega er ég viss um að með alla sína menntun og innsýn í hagi þjóðarinnar, þá hefði forsetinn ekki sent þetta áfram til þjóðarinnar ef þetta hefðu verið góðir samningar.

Hann veit nefninlega sýnu viti án þess að geta kannski sagt það beint.

Málin sem við stöndum frammi fyrir virðast mörgum flókin, en eru það í raun ekki. Fólk fjasar um innistæðutryggingar ( sem engin lög eru fyrir að við eigum að setja í ríkisábyrgð). Fjármálaelítan krefst þess að við samþykkjum (auðvitað - annars mundi hún líða undir lok í núvernadi mynd - og ekki vill hún það). Ríkisstjórnin gerði stór mistök - og gerir enn, en það er pólitískt mál, ekki almannahagur.

Hrindum þessu frá okkur og horfum á staðreyndir. Stóru bankarnir fóru allri á hausinn. Hver á þessa banka í dag? Kröfuhafar. Þeir vilja fá sína peninga aftur - og þeim er sama þó svo íslensk fyrirtæki og heimili blæði út. Það er ekki þeirra mál. Stjórnin gerði stóran feil í því að vera ekki á sama máli og hæstiréttur (enda pólitíkusar) og setti lög sem gera bankana stikkfrí í að koma eignanámi á eignir okkar Íslendinga.

AGS vinnur fyrir kröfuhafa - ekki halda að þeir vinni fyrir almenning.

Icesave er svo bara kirsuberið á toppnum. Þegar við erum búin að missa allt okkar til erlendra kröfuhafa - vegna mistaka í löggjöf, þá fá þeir veð yfir auðlindum okkar ef Íslendingar segja já við samningunum.

Auðvitað getum við ekki borgað - eins skuldug og við erum. Hvað þá ef við aukum skuldirnar.

Það eina sem við getum - og verðum að gera - er að snúa vörn í sókn. Samræma lögin aftur stjórnarskrá og neytendum. Koma í veg fyrir eignaupptöku fyrirtækja og heimila. Og alls ekki gefa annarri þjóð veðrétt yfir auðlindum okkar.

Þetta er það sem forsetinn veitti okkur vald til að gera.

Við eigum ekkert í þessum bönkum - þeir eru alfarið í eigu kröfuhafa. Okkur var hinsvegar gefinn kostur á að verja okkur sem þjóð og lýðveldi.

Notfærum okkur þetta vald sem forsetinn veitti okkur til að bjarga þjóðinni - þrátt fyrir háværar mótbárur ríkisstjórnarinnar. Ekki hefur hún beint verið að vinna á okkar bandi er það.

Sýnum í verki að við séum traustsins verð og að við séum Íslendingar fremur en spilltir stjórnmálaáhangendur.

Heil þjóð er í veði. Ekki bregðast henni.


mbl.is Traust til forsetans eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lísa Björk 

Ég coperíaði nokkrar setningar úr þessum frábæra texta þínum og fæ að eiga þær með þér og öðrum NEI sinnum. Takk fyrir Lísa

Ég hef samt þá bjargföstu trú og veit að NEI sinnar munu sigra með ~ 2/3 hluta allkvæða, okkur öllum til heilla. Fólkið sér í gegnum þetta hjá ríkisstjórn og JÁ sinnum,,,,, aftur,,, það verðu NEI í þjóðarkosningunni annað er ekki verjandi

"1. Þeir vilja fá sína peninga aftur - og þeim er sama þó svo íslensk fyrirtæki og heimili blæði út.

2. Auðvitað getum við ekki borgað - eins skuldug og við erum. Hvað þá ef við aukum skuldirnar.

3. Hann veit nefnilega sýnu viti án þess að geta kannski sagt það beint.

4. Hrindum þessu frá okkur og horfum á staðreyndir. Stóru bankarnir fóru allri á hausinn. Hver á þessa banka í dag? Kröfuhafar.

5. Við eigum ekkert í þessum bönkum - þeir eru alfarið í eigu kröfuhafa. Okkur var hinsvegar gefinn kostur á að verja okkur sem þjóð og lýðveldi.

6. Notfærum okkur þetta vald sem forsetinn veitti okkur til að bjarga þjóðinni - þrátt fyrir háværar mótbárur ríkisstjórnarinnar. Ekki hefur hún beint verið að vinna á okkar bandi er það.

7. Sýnum í verki að við séum traustsins verð og að við séum Íslendingar fremur en spilltir stjórnmálaáhangendur.

Heil þjóð er í veði. Ekki bregðast henni."

Kristinn M (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 20:12

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk Kristinn.

Öllum sem vilja standa með þjóð sinni er velkomið að nota mína texta.

Það er raunverulega heil þjóð í veði og ótrúlegt hve fáir sjá það. Vonandi opnast augu manna áður en það verður of seint.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.3.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband