Á að ganga á jarðvarmann núna?

Auðlindirnar okkar eru mikilvæg og stór eign. Einmitt þeirra vegna megum við ekki afselja þær með því að veðsetja landið okkar til Bretlands.

Jarðvarmi er ekki endurnýjanleg auðlind og það þarf að huga vel að notkun þessarar auðlindar.

Ég vona að ekki sé verið að þjarma að okkur á nýjum vígstöðvum með þessu. Evrópa vill fiskinn okkar, jarðorkuna - allt klabbið. Þarna gæti verið ástæðan fyrir láninu til Landsvirkjunnar.

Ég veit ekki alveg - finnst hálfgerð skítalykt af málinu. Allavega eins og ríkisstjórnarmál standa í dag.

Við ættum ekki að semja um neitt fyrr en við höfum neitað Icesave. Þá má kannski semja svo lengi sem einhver sem hefur vit á auðlindafræði stjórnar þeim málum. Og ATH - er ekki á valdi ríkisstjórnar nútímans.

 


mbl.is Rafstrengur til Bretlands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband