VG kastar steinum úr glerhúsi.

Það er alveg með eindæmum hvað flokkur Vinstri Grænna steinhélt kjafti þegar þeim barst liðsstuðningur úr stjórnarandstöðu. Þráinn Bertelsson var búinn að sveima flokkslaus um Alþingi nokk lengi en fékk svo inni í VG. Þá var þagað.

Nú er staðan önnur. Tveir Alþingismenn VG hafa yfirgefið þingflokk sem ekki fylgir stefnuskrá sinni og þaggar niður í röddum flokksmanna. Slíkur gjörningur er reyndar í mótsögn við Stjórnarskrá okkar (sem ríkisstjórnin fer ekki eftir) þar sem sagt er að Alþingismenn eigi að fylgja eigin afstöðu.

En nú vælir í VG. Stjórnin (sem reyndar nýtur minnsta fylgis sögunnar að ég held) er í hættu.

Flokkurinn fylgir foringjanum sem hefur svikið kjósendur sína með afstöðu sinni. Einungis tveir þingmenn VG ákváðu að fylgja stefnuskránni fremur en foringjanum. Stefnuskránni sem sett var fram til kosninga.

Réttast væri að allir flokksmenn VG sem enn eru í þingflokknum vikju af þingi ef þeir geta ekki fylgt eigin stefnuskrá.

Steingrímur manna fyrstur.


mbl.is Rétt að Atli víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband