23.3.2011 | 21:56
Velkomin í ESB - Undralandið góða!
Þetta er það sem Samfylkingin hefur barist fyrir ötullega - að koma okkur í undraland vansældar, atvinnuleysis og fátæktar.
Fyrir hverja? Kannski einstaka fyrirtæki sem telur sig betur sett með Evru sem gjaldmiðil? Sökum innflutnings? Sumir halda að vaxtakjör batni og efnahagsstefna verði öruggari. Þannig fáum við betri möguleika á erlendum lánum á góðum kjörum. Kannski aftur AAA frá Moodys eins og þegar okkar gjaldþrota bankar tóku lán hægri/vinstri - en gátu svo ekki borgað.
Undraland ESB hefur sýnt það og sannað að þetta hentar ekki öllum þjóðum - sýst ekki litlum þjóðum eins og okkur. Þeir sem hafa verið svo "vitlausir" að stíga skrefin til enda - eru nú í verri málum en nokkurn tíma fyrr.
Er þetta virkilega ekki að síast inn hjá fólki með amk. tvær starfandi heilasellur (afsakið orðalagið).
Svo hefur fólk áhyggjur af því hvernig lánafyrirtæki erlendis a. la Moodys kemur til með að bregðast við útkomu t.d. Icesave. Halló - þurfum við meira af erlendum lánum? Þó svo að ríkið fái "falleinkun" geta félög sem standa sig og komast á hlutabréfamarkað erlendis - já erlendis, því þar er eftirlitskerifð í lagi - fengið sitt eigið mat. Ríkið þarf ekki fleiri lán - svo mikið er morgunljóst.
En Leham Brothers voru með AAA tveim dögum fyrir hrun - hvað segir það okkur?
Er til of mikils mælst að Íslendingar fari að setja sig inn í þau mál sem verulega skipta öllu núna - í stað þess að fljóta að feygðarósi, ómeðvitaðir eins og venjulega.
Halló - vakna!
Ríkisstjórn Portúgals að falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lísa, ég er mjög sammála mörgu hérna hjá þér t.d. þetta "Leham Brothers voru með AAA tveim dögum fyrir hrun - hvað segir það okkur?" Og mörgu öðru hjá þér, ég skil þig svo vel.
En eitt er bara á hreinu íslendingar flutu fljótandi að feigðar ósi og urðu gjaldþrota, þetta var bara sukk of svínarí og EU dregur okkur ekki upp og setur undralandið Island "Best í Heimi" afvötnun, það er alveg á hreinu.
Við verðum að bjarga okkur sjálf, EU og aðrir munu ekki hjálpa okkur, það er löngu komið í ljós, en huggun harmi áttum við tvær vinaþjóðir sjálfa Færeyinga og Pólverja
Kristinn M (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 22:11
Rétt Kristinn - það er kominn tími til að við finnum eigin lausnir án þess að framselja land og þjóð í ástand sem ekki hefur reynst öðrum litlum, en þó stærri þjóðum en okkur - vel.
Það merkilega er - við getum þetta ef við stöndum saman og hættum að treysta á utanaðkomandi afl til að bjarga okkur. Því það mun ekki gera það.
Það eina sem getur bjargað okkur erum við sjálf.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.3.2011 kl. 23:16
Lísa: Jú jú, við getum þetta en við verðum bara orðin svo gömul þá og svo verða börnin okkar svo þjökuð eftir allan þann tíma, sem þetta tekur.
Þetta kjaftæði verður ekki að fullu búið fyrr en árið ~2046 jú svo fer að koma að stóru stóru afborgunni af "barnaláninu" svokallaða sem tekið var á Englandi ~1981 sjá gjaldagi er árið 2016. Það hafa bara verið greiddir vextir af því hingað til, og svo er það bara allt hitt lána-sukkið sem er komið á gjalddaga. Island er gjaldþrota, viðurkennum það bara.......................
A.m.k.. Hef ég og mín fjölsk ekki áhuga á að baksa í þessu lengur, erum að förum í EU land til framtíðar eftir þrjá mán eftir ca tveggja ára undirbúning
Kristinn M (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 08:28
Allt svo rétt og satt Kristinn, eins og venjulega. Er ansi hrædd um að tala brottfluttra Íslendinga eigi enn eftir að hækka töluvert. Tala sem í raun ætti heima inn í prósentuhlutfalli atvinnulausra til að gefa sanna mynd af ástandinu hérna.
Ísland er tæknilega gjaldþrota, það er víst alveg hægt að viðurkenna það. Það þarf kraftaverk óhræddra einstaklinga til að snúa málum hér við.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.3.2011 kl. 11:10
Nákvæmlega Lísa....
Kristinn M (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.