24.3.2011 | 23:30
Froskar geta ekki lært mannamál - staðreynd.
Önnur staðreynd. Jóhanna Sig. getur ekki áttað sig á því að hún er komin fram yfir öll velsæmismörk hvernig sem á það er litið.
Þegar tunnurnar ómuðu fyrir utan Alþingi - þá hafði það ekkert með hana að gera (einmitt) heldur var það vegna allra annarra á Alþingi.
Þegar fylgi með stjórninni sýnir á afgerandi hátt að landsmenn treysta henni ekki - þá hefur það væntanlega ekkert með hana að gera. Hún ætlar að sitja áfram.
Konan áttar sig ekki á því að hún er í forsvari fyrir stjórn sem flestir vilja burt!
Eitthvað eins og að taka sig allt í einu til og stetja siðareglur, breytir ekki afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar. En auðvitað skilur Jóhanna það ekki.
Fólk hefur ekki gleymt loforðum um Skjaldborg heimilanna - en það hefur Jóhanna gert fyrir löngu.
Froskar geta ekki lært mannamál. Og það að kyssa frosk mun örugglega ekki breyta honum í fagran prins - slíkt er bara í ævintýrunum. Ævintýrin eru þó falleg - en raunveruleiki okkar Íslendinga er það ekki. Og það er ákveðin ríkisstjórn sem ber mesta ábyrgð á því!
Hvenær endar þessi martröð?
Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir orð þín - en mín ágæta Lísa Björk - ertu viss um að hún skilji orðið VELSÆMISMÖRK ?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.3.2011 kl. 06:01
Nei Ólafur - það reyndar stórefast ég um. En við hin skiljum það.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.3.2011 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.