Afglöp stjórnvalda bitna verst á barnafjölskyldum.

Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi býr nú fjöldi fólks við mjög kröpp kjör, kjör sem eru langt undir reiknuðum viðmiðum um grunn neyslu. Þetta er okkur nú boðið uppá af Vinstri velferðarstjórninni okkar.

Óttinn nístir marga foreldra inn að beini. Óttin við að geta ekki framfleytt börnunum sínum, því dýrmætasta sem þeir eiga. Einstæðar mæður eru meðal þeirra verst settu, sér í lagi einstæðar atvinnulausar mæður. Það vill nefninlega svo til,  þrátt fyrir fögur orð um jafnrétti - að það er í raun ekki til staðar. Karlmenn fá frekar þær lausu stöður sem ráðið er í þessa dagana en einstæðar mæður eiga erfiðast með að finna atvinnu. Ekki að þær séu óhæfari eða með minni menntun. Það er oft það viðhorf að einstæðar mæður eigi ekki eins auðvelt með að vinna t.d. eftirvinnu, taka á álagstímum o.s.frv.

Talandi um velferðarkerfið. Einhverra hluta vegna fá einstæðir atvinnulausir foreldrar ekki hærri bætur en þeir sem hafa aðra fyrirvinnu líka til að sjá um útgjöld heimilisins. Útgjöldin eru engu að síður þau sömu svo þarna er vissulega pottur brotinn.

Og á hverjum bitnar þetta. Börnunum okkar fyrst og fremst. Öll börn ættu að hafa jafnan rétt á framfærslu. Öll börn ættu að hafa rétt á þaki yfir höfuðið, haldgóðri næringu (allann mánuðinn), leikskólagöngu, hlýjum fatnaði o.s.frv.

Mæður eiga ekki að þurfa að standa marga klukkutíma í röð fyrir framan hjálparstofnanir til að fá máltíð handa sér og sínum. Jafnvel með börnin í hvaða veðri sem er. Það er sorgleg sjón - það get ég sagt ykkur.

En ráðamennirnir hafa aldrei þurft að standa í röð. Hafa aldrei þurft að taka ákvörðun um hvort frekar eigi að greiða af húsnæði eða eiga fyrir mat. Aldrei verið í þeirri stöðu að geta ekki farið með börnin sín til tannlæknis. Þurfa að minnka nauðþurftir.

Hvernig getur þetta fólk sett sig í stöðu þeirra sem minnst mega sín? Það er einfaldlega ekki hægt og sést skýrt á því hvernig þeir taka EKKI á málunum.

Þetta er til háborinnar SKAMMAR!

Þessi mál verður að leysa og setja í algjöran forgang. Heimilin fyrst.


mbl.is Fjórðungur einstæðra foreldra í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt rétt rétt, hjá þér Lísa. Þetta er bara sorglegt svo ekki sé meira sagt.

Kristinn M (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 11:46

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Lísa ég var einmitt að hugsa þetta í morgun... Og hafðu þökk fyrir þessa eftirtekt á þessu mikla máli málanna....

Hvernig í veröldinni getum við ætlast til þess að fólk sem hefur aldrei þurft að takast á við forgangsröðun viti hvað það eigi að gera, fólk sem hefur aldrei þurft að spá í hvað hlutirnir kosta...

Þessu fólki finnst allt í lagi að fá afskriftir á öllu sínu á meðan almenningurinn borgar bara...

Þetta er mikið og ljótt mál vegna þess að Ráðamenn okkar afgreiða þetta í burtu á þeirri forsendu að það sé um óreglufólk að ræða sem kunni ekki að fara með fé sitt...

Það er ekki verið að horfa á þær tekjur sem fólk hefur að moða úr...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.3.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Að sögn Steingríms J er allt á uppleið!

Sigurður Haraldsson, 25.3.2011 kl. 12:30

4 identicon

Ein lítil athugasemd :

 það eru líka til einstæðir feður með börn án atvinnu og þeir hafa það ekkert betur en mæðurnar !

tek annars undir flest sem um þetta hefur verið skrifað hér .

Valgarð (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 13:59

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk fyrir svörin. Vissulega er það rétt hjá þér Valgarð að það eru líka einstæðir feður með börn án atvinnu. Ástæðan fyrir því að ég tiltók einstæðar mæður var kannski til að undirstrika að mun fleiri konur hafa misst sína atvinnu, ekki bara hjá hinu opinbera, en karlarnir. Það er líka oft erfiðara fyrir þær að fá vinnu þegar illa árar. Vona að þetta hafi ekki verið tekið sem móðgun því það var nú ekki meiningin.

Því miður Sigurður er ekki allt á uppleið. Svo langt frá því. Ekki veit ég á hvaða draumaskýi Steingrímur J. dvelur. Ef maður bara horfir á skuldir ríkisins (án Icesave) miðað við landsframleiðslu - þá þarf nú ekki stjarneðlisfræðing til að átta sig á staðreyndum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.3.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband