Eignasafnið sem á að borga Icesave - NBI þar með stórt skuldabréf

Það er með ólíkindum að fólk átti sig ekki á því að stór hluti "eignasafns" Landsbankans - sem á að borga Icesave, er skuldabréf frá NBI banka.

Og hér má nákvæmlega sjá hvernig sá banki stendur. Ríkissjóður dælir í hann fé. Og hver borgar þessa fjármuni? Almenningur - sá hinn sami og stendur í trú um að ríkisábyrgð þýði að við þurfum ekki að standa í skilum nema fyrir 30 milljörðum.

Nú þegar er ríkissjóður búinn að taka ábyrgð á meirihluta Icesaveskuldarinnar - bara í örðu formi en almenningur hefur möguleika á að tjá sig um.

Dæmið er langt frá því að vera búið. Það er bara ekki verið að gefa okkur réttar upplýsingar.

Sem er svosem ekkert nýtt - er það?


mbl.is Ríkið hefur lagt bönkunum til 248 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Góð ábending !

Gunnar Waage, 29.3.2011 kl. 23:44

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - það er kominn tími til að fólk opni augun og horfi á þær staðreyndir sem virkilega blasa við þeim!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.3.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: Gunnar Waage

ekki spurning, það þarf að hamra þetta.

Gunnar Waage, 30.3.2011 kl. 00:33

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.3.2011 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband