4.4.2011 | 16:38
Óttast niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu
Nákvæmlega þetta hefur verið frekar augljóst undanfarin tvö ár og margir hamrað á þeirri staðreynd, að ef Bretar og Hollendingar sæu hag sinn í dómsstólaleiðinni - þá væru þeir löngu farnir í mál.
Það mundi hins vegar henta þeim afskaplega illa. Það mundi kosta þá mun meira en okkur að slíkt dómsmál mundi tapast. Þá þyrftu nefninlega öll ríki að ábyrgjast innistæðutryggingar. Ríki sem eru ekkert vel stödd, líkt og bretar sjálfir.
Hvað varðar tenginguna við ESB, sem enginn getur neitað - þá er varhugavert að fara í það ferli með fjármálastöðuna eins og hún er í dag. Ef þau mál þróast á jákvæðan hátt þá er Icesave málið engin fyrirstaða. Aðildaríki munu eftir sem áður ásælast auðlindir okkar - hvað svo sem við kjósum á laugardaginn.
Þessi mál eru það stór í sniðum að eðlilegast er að fara með þau rétta leið.
Við höfum tækifæri til að vera fyrirmynd og standa föstum fótum á réttlæti okkar.
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já og allir sem eiga eftir að kjósa eiga að segja NEI...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 17:14
Þetta vita allir nema þeir stjórnmálamenn sem að vilja troða þessu ofaní kokið á komandi kynslóðum með tilheirandi lífsgæðarýrnun fyrir almenning á Íslandi... Peningakerfi heimsins er rekið áfram af glórulausri, óábyrgri lánastefnu sem er til þess eins að framleiða fátækt... Hingað og ekki lengra... Augu hins vestræna heims hvíla á okkur... Leggjum línurnar og þvingum banka og fjármálastofnair í ábyrga hegðun...
Friðgeir Sveinsson, 4.4.2011 kl. 17:45
Ertu búin að lesa greinina á Guardian?
Það er einhver ,,Frosti Sigurjónsson" sem segir að B&H séu logandi hræddir við dómsstóla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2011 kl. 17:46
Það hefur alla tíð verið á kristal tæru að við eigum ekki að borga þennan sora sem bresk hollensk og ÍSLENSK Stjórnvöld vilja neyða ofaní kok Íslendinga VERSTUR ER SORINN SEM ER Á ÞINGI ÍSLENDINGA.
Strax eftir hrun átti að setja lög á útrásarliðið og stöðva öll fyrirtæki í þeirra eigu en mannvonskan í garð almúgans er svo ógeðfeld að það nær ekki nokkru tali, en ég bið þig Lísa Björk velvirðingar á skrifum mínum á blogg þitt en NEI ER SVAR MITT 9.APRÍL MEÐ FYRIRFRAM ÞÖKK JÓN SVEINSSON.
Jón Sveinsson, 4.4.2011 kl. 18:00
hvað þurfum við oft að segja NEI takk.
gisli (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:15
Ég hélt að bloggið gæfi skýrt til kynna að nei er eina rétta svarið að mínu mati sem hægt er að bjóða okkur uppá.
Réttlætið felst í dómsstólaleiðinni, ekki með þvingunum.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.4.2011 kl. 21:08
Lísa ég vissi það og hafðu þökk fyrir.
Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.