Steingrímur J. kallaði Icesave samningaleiðina áður "uppgjöf, ósigur, tap"

Hafi einhver vellt fyrir sér siðspillingu og undirlægjuhætti forsvarsmanna Icesave samninganna og ráðamanna, þá er gráupplagt að rifja upp orð Steingríms J. í þessari grein sem birtist í morgunblaðinu 12. des. 2008. Þar segir hann m.a.

„Þegar ákveðið var að sækja um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum varaði undirritaður strax sterklega við að í þeirri ákvörðun og því ferli sem Ísland lenti þar inn í gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fælist jafnframt baneitruð tenging yfir í hina óleystu deilu um Icesave-reikningana. Þessu var í fyrstu neitað og sagt að ekki kæmi til greina að láta kúga okkur til uppgjafar í því deilumáli til þess eins að geta leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt var þetta síðan gefið eftir af ríkisstjórninni. Það sem menn hafa í þessu sambandi kallað „lausn“ er í raun ekkert annað en uppgjöf, ósigur, tap,“ segir Steingrímur í áliti sínu sem lagt var fram fyrr í dag. "

Einnig var Steingrímur mjög ósáttur við að þáverandi ríkisstjórn þvertæki fyrir að fara dómsstólaleiðina.

"Vísar Steingrímur í fyrri yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni að ekki kæmi til greina að láta kúga Íslendinga til uppgjafar í Icesave-deilunni. Rætt hefði verið um lagalegan ágreining sem Ísland ætti skýlausan rétt á að láta á reyna eftir lögformlegum leiðum fyrir gerðardómi eða dómstóli."

Það er alveg með ólíkindum að í dag þverbrýtur Steingrímur á þessum orðum sínum sem þó hafa átt sterkan þátt í kosningu hans til núverandi ríkisstjórnar, ásamt skýrri afstöðu gegn inngöngu í ESB. Núna er Alþjóðagjaleyrissjóði velkomið að vera hér í hlutverki rukkara kröfuhafanna og samningar um Icesave eru nú hans eigin gjörningur.

Það er með ólíkindum að menn sem ganga svona í þverbak við orð gagnvart kjósendum sínum skuli leyfa sér að sitja í ríkisstjórn.


mbl.is Vill ekki sjá Icesave-ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Hrokagikkir og valdníðingar láta sér ekki segjast ég er hér og þið skuluð hlíða þannig er steingrímur frá A-Ö.

EN VIÐ SEGUM NEI ÞANN 9.APRÍL

Jón Sveinsson, 5.4.2011 kl. 08:58

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við segjum nei við kúgunum erlendis og hérlendis. Siðspillingu og tvískinnungi þeirra sem fara með ríkissvaldið. Nei við eignaupptöku bankanna gagnvart heimilunum og nei við átroðslu og ofursköttun á almenning.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.4.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2011 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband