10.4.2011 | 13:52
Nei - ríkisstjórn Jóhönnu treystir ekki þjóðinni, sem treystir ekki ríkisstjórninni.
Vandamálið í þessari stöðu er í raun ekkert vandamál. Þjóðin hefur sagt sitt og það er alveg sama hvernig Jóhanna og Steingrímur reyna að tauta sig útúr þessu máli - þau hafa ekki lengur stuðning fólksins til áframhaldandi setu.
Ekki skyldu þau mótmælin - sei sei nei. Ekki virðast þau skilja niðurstöður kannanna um traust þjóðarinnar á ríkisstjórn og Alþingi. Nú - ef þau skilja þetta ekki, þá er fátt eftir í stöðunni.
Svona skilningsleysi er bara ekki líðandi. Fólk getur ekki skrúfað sig fast í ráðherrastólana og sett puttana í eyrun.
Bíð spennt eftir því hvað forsetinn hefur að segja núna síðdegis.
Treystu ekki fólkinu í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.