Endilega komið í veg fyrir ESB aðild - viljum hana ekki hvort sem er

Svo er um að gera að auglýsa valdbeytingu sína með AGS svona í leiðinni. Held ég hafi lesið um það síðast í gær að starfsemi AGS hér væri ekkert háð Icesave. Reyndar átti það líka að eiga við um ESB.

Persónulega mega Hollendingar, Bretar og allir sem það vilja - taka sitt ESB og finna því stað þar sem sólin ekki skín.

Þá geta þessi lönd endanlega hætt að reyna að beyta valdi til að kúga smærri þjóðir.

Takið AGS með ykkur.

Í kaupbæti megið þið fá Jóhönnu og Steingrím og skrúfað þau ofan í einhverja stóla þarna í Brussel - svo lengi sem þessir stólar koma okkur ekkert við. Helst við einhver málefni sem snúa að aðlþjóða saumaklúbbum og skrúðgöngum.

Við Íslendingar erum nefninlega þjóð sem látum ekki troða á okkur með skítugum skóm pólitíkusa og úrelts fjármálakerfis.

Við erum nefninlega hörð í horn að taka. Nú vantar okkur bara utanþingsstjórn og þá má virkilega fara að taka til hérna í pólitíska fjármálasukkinu og valdagræðginni.


mbl.is ESB-aðild Íslands háð lausn Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Góður pistill!

Birgir Viðar Halldórsson, 12.4.2011 kl. 15:12

2 identicon

"Við Íslendingar erum nefnilega þjóð sem látum ekki troða á okkur með skítugum skóm pólitíkusa og úrelts fjármálakerfis." Þetta segir þú já! En veistu að þegnar Evrópusambandsins, t.d. Svíar eru að borga 2-3% vexti af óverðtryggðum húsnæðislánum.  Vilt þú hafa verðtryggða krónu áfram svo að við látum "ekki troða á okkur"?  Viltu virkilega ekki skoða aðild að alvöru myntkerfi og bandalagi þjóða? Ég veit ekki betur en að það sé búið að troða á mér og mínum með gegndarlausum hækkunum á verðtryggðum lánum og ég veit ekki betur en að þetta þjóðfélag hérna bjóði venjulegu launafólki upp á laun sem er EKKI hægt að lifa af.  Svo veit maður aldrei hvað maður skuldar á morgun, þetta viltu hafa áfram eða hvað?????? Af því að við erum svo stolt og við erum best, þess vegna er allt í lagi að ÞETTA þjóðfélag valti yfir þegna sína, bara svo lengi sem enginn annar dirfist að gera það.  Ég er löngu búin að fá nóg af þessu verðtryggða bulli hérna, hluti af fjölskyldu minni býr í Svíþjóð og þau geta gert fjárhagsáætlanir, matur er mun ódýrari en hér og bætur og laun miklu miklu hærri þar (vegna lágs gengis íslensku ruslkrónunnar).  Ég vildi óska þess að sá dagur kæmi hér á Íslandi að það sé hægt að gera fjárhagsáætlun og að það sé einhver möguleiki að maður eignist einhvern tímann eitthvað í húsnæði sínu án þess að vinna í lottó eða fá arf eftir foreldrana.

Margrét S. (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 16:04

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Margrét, það er mikill misskilningur að valdaafsal til erlendra bandaríkja sé eina leiðin til að losna við þá háu vexti sem eru hér á landi, það er vel hægt að laga til hér heima án þess.

Það er líki mikill misskilningur að krónan sé vandamálið, það er stjórnun krónunar og almennt fjármálakerfið sem ekki er að virka.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.4.2011 kl. 16:40

4 identicon

Margrét hvernig væri að þú og þín fjölskylda mynduð flytja?  það er enginn sem biður ykkur að vera hérna.  Það verður Íslandi ekki til bóta að fara í ESB það er alveg á hreinu. 

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 16:43

5 identicon

Hafþór og Halldór, ég er því miður orðin of gömul til að flytja.  Ég hef upplifað verðbólgu og verðtryggingu í áratugi og það vill enginn laga þetta, stjórnvöld hafa aldrei getað það.  Ég hélt að við værum búin að læra eitthvað á því að vera með þessa mynt sem fellur á nokkurra ára fresti um tugi prósenta, jafnvel á einni nóttu þegar útgerðarmönnum hugnaðist svo. Það var áður en krónan var sett á flot.  Halldór, fyrst það er svona auðvelt að laga til hérna heima afhverju gerir þú það ekki og býður þig fram til þess að laga til í krónuhagkerfinu hérna og AFNEMUR síðan þessa fáránlegu verðtryggingu sem mælir allt, jafnvel brennivín og tóbak.  Góðar stundir herramenn.

Margrét S. (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 20:50

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það eru ýmsir hópar að berjarst fyrir afámi verðtryggingar. ESB er ekki lausnin. Hana má finna hér heima.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.4.2011 kl. 21:35

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Takk Lísa :)

Þar ligur hundurinn nefnilega grafinn.

Okkar bölvun og ástæða fyrir háum vöxtum er VERÐTRYGGINGIN.

Þeir sem eiga mest undir henni, lífeyrissjóðirnir, sætta sig nefnilega ekki við lægra en 3,5% og með 2,5% verðbólgu endum við einmitt í vaxtagólfinu hér sem er 6%.

Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 21:46

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þar sem að lífeyrissjóðirnir eru "risa-Ponzi" að þá væri okkur því miður best komið með þjóðnútingu.

Tryggingakerfi Jóhönnu virkar nefnilega svo í dag að millitekjufólkið hefur það ekkert betra á elliheimilunum en lágtekjufólkið. Það eina sem það gerir í llinni er það sema og á almennum vinnumarkaði. Að borga fyrir þá sem minna hafa milli handanna.

M.v. að kerfið breytist ekki er fólki með laun í dag undir 550.000 í raun best að því komið að fá peningana út þar sem tvísköttun er í raun lokin. Ef að þú ert með háar tekjur í ellinni þarftu að borga fullt verð fyrir þjónustuna sem aðrir tekjulægri fá þá fría. Tvöfalda heilbrigðiskerfið er s.s. þegar til.

Ef að við viljum finna peninga að þá eru þeir þarna.

Almennir lífeyrissjóðir verða þjóðnýttir áður en þeir falla. Greiðslurnar sem anars tilheyrðu þeim verða nýttir til að hækka laun um 25% og koma lægstu launum í 200.000. Þessi leið yrði þó að gerast utan tengingar við launavísitölu þar sem afborganir almennra lána í Íbúðalánaþjófi eru bundnir launavísitölu. Þarna eru peninganir sem að við þurfum til að koma fótunum undir okkur. 

Peningarnir sem þegar eru í bákni lífeyrissjóðanna rynnu í ríkissjóð þar sem nota þyrfti þá við að reysa raunverulegt velferðarkerfi úr rústum Jóhönnu-tekjutenginga og hafta.

Framtíðin er núna og mótast af gjörðum okkar en ekki hugmyndum.

Breytingar eru því gerðar af þeim sem framkvæma hugmyndir, ekki þeim sem bíða.

Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 21:57

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fyrr en síðar verður verðtryggingin afnumin. Hún kemur í veg fyrir heilbrigða efnahagsstjórnun og grefur í raun undan eignamyndun heimilanna í núverandi mynd. Ýmsar hugmyndir eru á reiki og ég hvet almenning að fylgjast grannt með þeirri umræðu.

Hér má sjá ræðu Andreu, nýkjörins formanns Hagsmunasamtaka heimilanna er hún hélt þegar Framsóknarmenn veittu HH Bjartsýnisverðlaunin.

http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/58-frettir/1258-hagsmunasamtoekum-heimilana-veitt-bjartsynisverelaun-framsoknarflokksins

Nú þegar eru verðtryggingarmál til umfjöllunar víða. Okkar er að láta ekki eftir liggja og segja okkar skoðun. Standa saman.

Þjóðin er öflug þegar hún tekur sig til.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.4.2011 kl. 22:08

10 identicon

"Fyrr eða síðar verður verðtrygging afnumin" segir þú Lísa Björk.  Ég er búin að bíða eftir því í áratugi.  Ég er á sextugsaldri, ætli það verði nokkuð á meðan ég lifi.  Það eru stórir hagsmunahópar á móti því að hróflað sé við verðtryggingu lána.  Mjög stórir.  Verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðir, auðmenn, fjármagnseigendur, LÍÚ.... ég gæti talið upp miklu fleiri.  Dream-on að verðtrygging verði einhverntímann tekin af á meðan við búum við krónuna.

Margrét S. (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband