Það ER pólitísk upplausn í landinu Jóhanna mín - bara benda á það.......

Á hverjum degi verð ég æ meira hissa á þessari afneitun sem Jóhanna og Steingrímur virðast vera í.

Þau halda virkilega, eftir að hafa sagt það skýrum orðum, að þau treysti ekki þjóðinni til að taka afdrifaríkar ákvarðanir - að þjóðin virkilega hafi einhverja trú á þeim.

Þau halda að þau séu réttu aðilarnir til að vera í forsvari þjóðarinnar og tala máli þeirra sem neituðu þeirra eigin samningi og lögum. Ætla þau nú að tala hátt og snjallt gegn sjálfum sér? Standa skyndilega með þjóðinni og þeirra afstöðu?

Svo leyfir forsetisráðherra að gera stólpagrín að vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina - og núna með því að hóta pólitískri upplausn ef slíkt færi í gegn?

Jóhanna mín - má ég benda þér á vinsamlegast að hér ER pólitísk upplausn og hefur verið lengi. VG er klofinn, sundraður og vanhæfur - fylgir einhverjum innri reglum sem enginn útí þjóðfélaginu skilur. Brýtur kosningaloforð, setur af þingformann nýkominn úr barnsburðarleyfi og þvingar aðra til skilyrðislausrar hlýðni - ellegar er komið í gang einelti.

Samfylkingin er einbeitt í því að koma þjóðinni inní ESB hvort sem hún vill það eður ei.

Er þetta ekki bara komið gott hjá ykkur Steingrími?


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Það er nú bara einu sinni þannig að forystu parið í Rkísstjórninni hefur setið samtals í um 60 ár á Alþingi og hefur klárlega ekkert skynbragð á stöðu almennings í landinu. Það eru tugmilljarðaskuldir felldar niður hingað og þangað fyrir fjármálageiran og þessu sama fólki leyft að hirða allar eignir af hinum almenna borgara....Það er LÖNGU komið NÓG!!!

Sigurður Árni Friðriksson, 12.4.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: corvus corax

Það er nákvæmlega rétt, það er pólitísk upplausn í landinu og getur ekki orðið verri. Gjörsamlega vanhæf ríkisstjórn við völd. Ríkisstjórn sem laug sig inn á þjóðina með því loforði að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hvað gerði svo ríkisstjórnin fyrir heimilin? Jú, ríkisstjórnin hefur gengið hart fram í því að sjá til þess að skuldir hafa unnvörpum verið felldar niður til hagsbóta fyrir skuldarana. En hvaða skuldara? Skuldir fjárglæframanna og fjármálageirans yfirleitt en skuldir almennings, heimilanna í landinu hafa hækkað frekar en hitt. Og gengistryggingaglæpurinn var festur í lög með fyrirmælum ríkisstjórnarinnar til hæstaréttar um að setja eftirá ákvæði í ólöglegu gengistryggðu samningana um að skuldararnir beri allan skaðann af glæpnum sem fjármálafyrirtækin frömdu. Þau mega nefnilega ekki tapa neinu en helvítis almenningurinn sem er ekki þjóðin (skv. Ingibjörgu Sólrúnu) má sko blæða. Og fjárglæfrahyskið veður uppi sem aldrei fyrr í skjóli norrænu velferðarstjórnarinnar, velferðarstjórnar glæpahyskisins en ekki almennings. Og einn stórtækasti þjófurinn sem stal Icesave inneignum breta og hollendinga er enn talinn meðal ríkustu manna í heimi og það hvarflar ekki að stjórnvöldum eða "sérstökum" að sækja þýfið til hans. Nei, launaþrælarnir skulu borga þjófnaðinn með góðu eða illu. Það er löngu kominn tími til að fleygja þessari gjörspilltu ríkisstjórn út í hafsauga. Og nú þarf þjóðin bara að ná vopnum sínum og hefja stríðið til að koma ríkisstjórninni frá í eitt skipti fyrir öll.

corvus corax, 12.4.2011 kl. 16:20

3 Smámynd: Elle_

Og halda þau í alvöru að eftir að hafa bæði pínt yfir okkur Evrópuríkissumsókn án okkar samþykkis og gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar og þvingað ICESAVE kúgunarsamningi í gegnum löggjafarvaldið og það endurtekið að við viljum þau??  Það ER pólitísk upplausn í landinu og hefur verið síðan í apríl, 09.  Öll orka og peningar nánast hafa farið í kúgunarmál ICESAVE-STJÓRNARINNAR gegn alþýðu landsins. 

Elle_, 12.4.2011 kl. 17:58

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Bjarni hefur svo sannarlega staðið við loforðið sem hann gaf í gærkvöldi á fundi hér á Akureyri, en þar var hann einmitt spurður eftir hverju hann væri að bíða að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Svarið hans var einmitt að við þyrftum ekki að bíða marga vikur eða daga.

Þessi ríksstjórn væri fallin minnst 5 sinnum miðað við allt ruglið sem hefur einkennt þessa einu sinni vinsælustu stjórnmálamenn á Íslandi. Tek annars undir orð Jóhönnu „Loksins, loksins“ en allt hitt sem hún sagði er bara útúrsnúningur.

Hinsvegar verðum við almenningur að fjölmenna á Austurvöll þegar tillagan er tekin fyrir og láta í okkur heyra. Sýna þessu fólki að við styðjum tillöguna og viljum þetta fólk út

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.4.2011 kl. 19:31

5 identicon

köllum til meindýraeiði ( fólkið í landinu) og svælum þessar vinstri pöddur út af alþingi

þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 21:17

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Besti kosturinn væri vissulega utanþingsstjórn á þessum erfiðu tímum. Það hefði verið kærkomið að fá hana í kjölfar þjóðarkosninga. Hvað sem öðru líður er þessi ríkisstjórn búin að vinna heimilunum í landinu - undirstöðu hagkerfisins - ómældan skaða.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.4.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband