Kúba norðursins?

Nei sko. Eru þetta ekki stór merki þess að við séum utanvelta og nánast Kúba norðursins eftir að hafa hafnað Icesave?

Evrópusambandið og Frakkar styðja þetta verkefni. Sem samt er í höndum Íslendinga?

Ég velti því fyrir mér hvað lá að baki alls þess hræðsluáróðurs sem ríkisstjórnin hefur hreinlega baðað okkur uppúr. Held að það skýrist æ betur með hverjum deginum að einungis var um pólitísk mál að ræða og ríkisstjórnin að reyna að tryggja sér góða framtíð, væntanlega í tengslum við ESB (sem by the way - ekki meirihluti þjóðarinnar er hlynntur).

Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á því að láta stjórnvöld ljúga að sér endalaust.

Já - hvað varð um siðferðisreglur Jóhönnu?

Þessi pistill er í boði ársafmælis Rannsóknarskýrslu Alþingis (sem ég held ekki að Jóhanna og Steingrímur hafi lesið).


mbl.is Íslendingar bora í Dominica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er nú ekkert að taka þetta niðrandi, enda víziterað Kúbu & votta þar hreinlynt & glatt fólk, zem & hér...

Þeir rækta reyndar dáldið af banönum, alveg einz  við...

Steingrímur Helgason, 12.4.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband