Málið í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Eina leiðin sem virðist fær hér þessa stundina til að ná fram góðri niðurstöðu fyrir þjóðina, er að setja stór mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það erum við að sjá núna þegar mikil umfjöllun  er um réttmæti þess að setja ekki ofvaxnar bankaskuldir á almenning, úti í hinum stóra heimi.

Það góða við stærstan hluta þjóðarinnar er að hún er á móti siðspillingunni og eiginhagsmunastefnu stjórnmálaelítunnar og hagsmunaklíka.

Að leiða stór mál fyrir þjóðina getur því einungis verið af því góða fyrir fólkið í landinu.

En þetta hræðast margir sem hagsmuna eiga að gæta - sem er gott.


mbl.is Skortur á jafnréttishugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Lísa þjóðaratkvæðgreiðslur eru leið okkar út úr spillingunni og valdaplottinu sem hér þrífst og því miður alltof margir virðast taka sem eðliegan hlut. Maður heyrir bankamenn tala um 2007 með stjörnur í augunum og eins og þeir bíði eftir að þessi tími komi aftur. 

Það eru engin mál þjóðinni ofviða eða mál sem falla ekki að þjóðaratkvæðagreiðslu. Svona yfirlýsingar eru bara gamaldags karlrembu hroki sem er tímaskekkja. Það er enginn betur fallin til að taka ákvörðun um málefni sem varðar þjóðina en þjóðin sjálf. Það er hún sem verður að lifa við niðurstöðuna. 

Ólafur Örn Jónsson, 19.4.2011 kl. 16:57

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Rétt og satt. Þjóðin hefur staðið sig vel og tekið upplýstar ákvarðanir. Það er tekið eftir okkur á alþjóðavettvangi vegna þessa. Sem þjóð látum við ekki valta yfir okkur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.4.2011 kl. 17:00

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Já, þjóðarathvæði er góð lausn á flestum ef ekki öllum stærri málum

En til þess að þjóðin geti tekið ákvörðun um málefnið er þörf á að þjóðin sé vel upplýst. Það er eitthvað sem vantar í kvótaumræðuna, fæstir virðast vita hvað "kvóti" er og út á hvað það gengur. maður heyrir oft fólk vísa til kafla og kafla en virðist vanta lykil atriði td eins og það að þú þarft ekki kvóta til að veða fisk eða til að mega koma með aflann að landi heldur tli þess að selja. Ég er ekki að seigja að núverandi kvótakerfi sé fullkomið en hverjir eru hinir kostirnir? Ólypiskar veiðar á stuttu tímabili? (eins og færeygum) eða kappveiðar á því tímabili þegar verð(td þoski) er í sögulegulámarki(eins og í Noregi)? Stæðstu kostirnir við núverandi kerfi er aðþungi veiðanna er þegar best er borgað og bræla hefur ekki jafn slæm áhrif hér eins og í nágrannalöndunum. Gallarnir eru hversu erfitt það er að komast í greinina og kvótaleiga. Annað er í sjálfu sér ekki svo stór vandi þar sem það eru laus pláss á flestum bátum og sumir eiga í vandræðum með að róa vegna manneklu.

Þetta er lítið annað en nauðvörn samfylkingarinnar eftir hrakfarir sínar undanfarin tvö ár. 

Núverandi kerfi þarf á því að halda að það sé tekið á göllum þess, menn eiga af fá pening fyrir að veiða fiskinn en ekki fyrir að "leigja" hann út. Það er siðlaust

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.4.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég treysti því að ef upp kemur mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá, líkt og í Icesave, hefjist mjög málefnaleg (eða hræðsluáróðursleg) umræða.

Flestir sjá í gegnum skrumið og fara rétta leið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.4.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband