Hin stolta vinstri velferðarríkisstjórn sem eigi vill víkja

Mikið hjóta nú forsprakkar þessarar ríkisstjórnar að sofna vel á kvöldin. Vinsti velferðarstjórnin. Þessi sem lofaði skjaldborginni sem aldrei kom. Til allrar blessunar höfum við Hagsmunasamtök heimilanna og samtök lánþega.

En stjórnin. Hún veit hvað hún er að gera fyrir sinn litla mann. Hvað er betra en að fara að sofa svangur dag eftir dag. Auðvitað þurfa allir að fá að komast í innri snertingu við forfeður sína í moldarkofunum. 

Og vonleysi fólksins sem ekki getur séð fyrir nauðþurftum. Þvílíkur lúxus það hlýtur að vera. Hvern langar ekki til að fá þá tilfinningu að vilja helst yfirgefa þetta líf? Þá fyrst getur það tekið ákvörðun um hvort það er þess virði að lifa því.

Nú - þessir veikgeðja munu kannski eiga erfiðara með ákvörðunina, en er ekki lögmálið að þeir sterkustu lifa af? Það er örugglega hugsjón ríkisstjórnarinnar, sem nú þegar hefur gefið geðlæknum fyrirmæli um að skera niður rándýr lyf og segja fólki að fara út að labba. Já þetta hefur maður nú heyrt og hváð. Enda er geðsviðið skorið niður á sama tíma og fólk er beinlínis hent inn í þunglyndi og vonleysi.

Ég las grein um daginn þar sem maður keypti nesti fyrir ungan dreng sem var að reyna að safna sér fyrir skólanesti þann daginn. Aðra sögu um mann sem borgaði bleyjur og nauðsynjar fyrir unga konu sem hafði ekki innistæðu á kortinu sínu í Bónus. Þetta voru fallegar sögur - en finnst fólki þetta smart?

Á það að líðast hér að fólk svelti? 

Aldrei hafa borist jafn margar tilkynningar til barnaverndarnefndar. Vitiði hvað það þýðir? Foreldrarnir eru búnir að missa vonina og sjá ekki fram úr svartnættinu. 

Ríkisstjórnin heldur kannski að þetta hafi ekki áhrif á sálarlíf fólks - sennilega af því það hefur ekki áhrif á þeirra eigið sálarlíf.

En jú - ég skal segja ykkur leyndarmál. Þetta hefur áhrif. Slæm áhrif. Áhrif sem bitnar á börnunum þegar foreldrarnir sjá ekki lengur fram úr því hvernig þeir geti haldið heimili fyrir þau. Sumir enda á því að taka sitt eigið líf - þeir geta ekki barist lengur.

Er ekki komin tími til að þjóðin vakni og taki höndum saman um að krefjast betri lífsskilyrða fyrir þá sem minna mega sín. Hætti að horfa í eigin barm - eins og ríkisstjórnin gerir - og krefjist lausna.

Kannski eru ég og þú ekki á vonarvöl. En vitiði, það er ekki málið. Málið er að maður veit af svo mörgum sem eru að gefast upp. Og það eru Ég og Þú og allir hinir sem getum gert eitthvað.

Vinstri velferðarstjórnin gerir það nefninlega ekki.

 


mbl.is Hvorki efni á mat né bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já, þessi heimur snýr líka að atvinnulausum, af einhverjum ástæðum hef ég verið án vinnu síðan nóv 2008 og það er ekki svo að ég sé ekki að sækja um störf. ég hef komið upp undirskrirftasöfnun sem heitir til stuðnings atvinnulausum, en mætti auðvitað heita til stuðnings lágtekjuhópum eða e-h í þá átt. en slóðin er http://www.petitions24.com/til_studnings_atvinnulausum

GunniS, 26.4.2011 kl. 16:43

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þessi heimur snýr að öllum þeim sem löppunum hefur verið kippt undan eftir hrun. Hvernig sem það hefur verið gert. Það eru svo ótal margir þarna úti sem eiga um sárt að binda og vita ekki hvernig þeir eiga að fara að. Stjórnvöld koma þeim ekki til hjálpar og útreiknuð neysluviðmið eru líkt og Rannsóknarskýrsla alþingis - bara "könnun" sem er sönn og rétt - en ekkert gert í.

Hversu lengi á þjóðin að líða fyrir þetta.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.4.2011 kl. 17:27

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og það er einmitt þess vegna sem ég er að berjast fyrir réttlæti og jöfnuði í þjóðfélaginu!

Sigurður Haraldsson, 26.4.2011 kl. 17:30

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er gott - þess fleiri þess betra.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.4.2011 kl. 18:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lisa

Þú hefur bent á gallana... en ertu með einhverjar lausnir?

Hvar á peningurinn að koma til að hjálpa öryrkjunum?

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2011 kl. 00:36

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvað með allar milljónirnar sem eru settar í aðlögunarferli ESB?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.4.2011 kl. 07:48

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nóbb... það er engin lausn.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband