Blint þjóðfélag?

Vá - til hamingju, eða hvað.

Það kom svolítið skrítið og fáránlegt fyrir um daginn. Áður en ég áttaði mig var ég komin í rimmu á DV/blogginu við sálfræðing. Ekkert planað - alls ekki. En það kom þessi líka frábæra grein um ofnotkun lyfja fremur en að taka á vandamálinu. Satt og rétt. Benti samt á að þessi grein væri kannski ekki að koma alveg á réttum tíma miðað við ástandið í þjóðfélaginu. Þunglyndislyf gætu t.d. aðstoðað þar sem margur væri að brotna undan því að geta ekki séð fyrir grunnþörfum sínum og sinnar fjölskyldu. Sálfræðitími kostaði hinsvegar frá 9000 - 14000. Einn tími.Það væru bara margir núna í þeirri stöðu að þurfa aðstoð til að geta gert sitt besta.

Ég fékk svar - langt og flott sem m.a. innihélt Lyf lækna ekki atvinnuleysi eða fjárhagsáhyggjur og þau seðja engan. Við skulum heldur ekki gleyma að það er ekki eins og lyf séu án aukaverkana."

Þarna eiginlega sauð uppúr. OK - ég var ekki að spjalla við Vinstri græna eða Samfylkinguna heldur lærðan sálfræðing.

Ég sagðist skyldu éta hatt minn og annarra ef sálfræðin gæti læknað atvinnuleysið. Efnahagsstefnan hér væri bara því miður ekki sálfræðislegs eðlis. Fólk á bótum, í matarbiðröðum, hefði bara því miður ekki efni á því að borga þúsundir til þess að ræða áhyggjur sínar við sálfræðinga. Sem gætu ekki læknað atvinnuleysið frekar en lyfin. 

Til að gera langa sögu stutta þá er samt staðreyndin sú að ef fólk sér ekki fram á að geta ekki notið almennilegs húsaskjóls eða neitt nægilegs matar, þá blasir við vonleysi - sem skapar geðdeyfð - sem oft endar með ósköðum eða verra. Fólk að missa húsnæðið. Fær ekki vinnu. Hefur ekki efni á mat o.s.frv.

Það er glæsilegt að sjá að laun eiga að hækka um 4,25%. Uh. Hvað hefur kaupmáttarrýrnunin verið mikil? 30% Hvað hefur t.d. orkuveitan hækkað mikið og á eftir að hækka meira - bensín matur?

Vá þetta er geggjað.

En ef marka má þessa grein - og athugasemdir við henni - þá er lausn. 

Þetta er allt flokkunarkerfi geðlæknisfræðinnar að kenna........

Einmitt.

http://www.dv.is/frettir/2011/5/3/visindasagnfraedingur-kreppa-rikir-innan-gedlaeknisfraedinnar/?fb_comment_id=fbc_10150230137868923_16797596

Skoða líka athugasemdir.

 


mbl.is Laun hækka um 4,25% í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband