Öfganna á milli

Við búum vægast sagt á sérstöku landi. Á Suðurlandi er öskustormur, fyrirbæri sem varla getur verið algengt nokkursstaðar. Á Egilsstöðum er hinsvegar ófærð vegna snjókomu. Grátt og hvítt.

Fyrsta ferð Norrænu er væntanleg bráðlega og Fjarðarheiðin illfær vegna snjóa. Það er að koma júní. Vonandi koma erlendu ferðamennirnir á negldum fjallahjólum útbúnir síðan gasgrímu og öðrum nauðsynlegum útbúnaði til ferðalags hérlendis.

Það er ennþá bjart í höfuðborginni þó svo eitthvað sé um öskufall og víða var leikskólabörnum haldið innandyra.

En þetta er klárlega ekki rétti tíminn fyrir fólk til að opna fellihýsi og tjaldvagna til viðrunar eftir veturinn. 

Á morgun gæti svo verið farið að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en glaða sólskin fyrir austan.

Já - það er ýmislegt sem gerist á Íslandi og auðvelt að segja að það er EKKERT sem er eins og það á að vera.

Nema kannski ég....... og einhverjir aðrir?


mbl.is Kolniðamyrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband